Viðskipti innlent

SPRON hækkar mest annan daginn í röð

Guðmundur Hauksson, sparisjórðsstjóri SPRON, sem hefur hækkað mest tvo daga í röð í Kauphöllinni.
Guðmundur Hauksson, sparisjórðsstjóri SPRON, sem hefur hækkað mest tvo daga í röð í Kauphöllinni. Mynd/Teitur

Gengi SPRON hækkaði um tæp 3,4 prósent í lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið hækkar en í gær fór það upp um rúm fjögur prósent. Sparisjóðurinn hefur hins vegar ekki átt góðu gengi að fagna síðan hann var skráður á markað í október en það hefur lækkað um 9,5 prósent frá áramótum.

Straumur hækkaði um 1,6 prósent í dag og 365 um 1,5 prósent, og sömu sögu er að segja um öll íslensku fjárfestingafélögin að FL Group undanskildu, sem lækkaði um 0,6 prósent.

Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði á sama tíma mest skráðra félaga í dag, eða um 2,4 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,65 prósent í dag, annan daginn í röð og stendur í 5.569 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×