Viðskipti innlent

Dæmigerður mánudagur á markaðnum

Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Gengi fyrirtækisins er það eina sem hefur hækkað á fyrsta viðskiptadegi vikunnar.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Gengi fyrirtækisins er það eina sem hefur hækkað á fyrsta viðskiptadegi vikunnar. Mynd/Rósa

Gengi fjármálafyrirtækja lækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í SPRON hefur lækkað mest, eða um 3,15 prósent. Á eftir fylgja Kaupþing, Exista, Glitnir og Straumur sem hafa lækkað á bilinu rúmlega tvö til eitt prósent. Gengi Landsbankans hefur lækkað minnst fjármálafyrirtækjanna, eða um tæpt prósent.

Einungis gengi bréfa í Alfesca hefur hækkað á sama tíma um 0,15 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,92 prósent og stendur hún í 5.467 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×