Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan hækkar í alþjóðlegri niðursveiflu

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþing, en gengi bréfa í bankanum hækkað um tvö prósent í fyrstu viðskiptum dagsins.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþing, en gengi bréfa í bankanum hækkað um tvö prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Mynd/Vilhelm

Gengi bréfa í Kaupþingi, Existu, Atorku og Bakkavör hefur hækkað í dag en önnur félög hafa lækkað í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Önnur félög hafa hins vegar lækkað, mest í Icelandic Group en gengi félagsins hefur fallið um tæp 4,9 prósent á tæpum hálftíma. Þá hefur gengi hins færeyska Eik banka fallið um tæp 2,7 prósent.

Önnur félög hafa lækkað minna.

Þetta er nokkuð önnur þróun en á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hafa flestir hverjir hafa lækkað nokkuð í dag.

Úrvalslvísitalan hefur þvert á aðrar vísitölur hækkað um 0,56 prósent og stendur hún í 5.482 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×