Viðskipti innlent

Grænt upphaf í Kauphöllinni

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Gengi bréfa í bankanum tók sprettinn áður en það gaf eftir í upphafi dags.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Gengi bréfa í bankanum tók sprettinn áður en það gaf eftir í upphafi dags. Mynd/Vilhelm

Íslensku bankarnir og fjármálafyrirtækin tóku sprettinn við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og stóðu á grænu. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum eftir dapurt gengi undanfarna daga.

Mesta hækkunin í fyrstu viðskiptum dagsins var í Kaupþingi, sem fór upp um 2,45 prósent áður en það gaf eftir fyrir Century Aluminum og FL Group, en gengi beggja félaga hefur hækkað um tvö prósent og meira.

Einungis þrjú af þeim félögum sem skráð eru í Úrvalsvísitöluna hefur ekki hækkað síðan viðskipti hófust í Kauphöllinni en gengi þeirra stendur í stað.

Ekkert félag hefur hins vegar lækkað.

Vísitalan hefur nú hækkað um 0,9 prósent og stendur hún í 5.502 stigum. Það merkir sömuleiðis að hún hefur fallið um 12,9 prósent frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×