Viðskipti innlent

FL Group tók flugið

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, en gengi félagsins hækkaði mest allra skráðra félaga í Kauphöllinni í dag.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, en gengi félagsins hækkaði mest allra skráðra félaga í Kauphöllinni í dag. Mynd/Anton

Gengi hlutabréfa í FL Group hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 3,33 prósent. Gengið í enda viðskiptadagsins í 10,85 krónum á hlut og hefur það fallið um rúm 25 prósent frá áramótum.

Þá hækkaði Teymi um tvö prósent en Bakkavör um tæp tvö. Greiningardeild Glitnis mælti með kaupum í bréfum beggja félaga fyrr í vikunni.

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways tók hins vegar lágflug á sama tíma og féll um 4,2 prósent. Flaga og Eik banki féllu sömuleiðis um þrjú prósent. Flaga sveiflaðist talsvert yfir daginn, hækkaði um heil sjö prósent en endaði daginn í 3,6 prósenta mínus.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,14 prósent og stendur vísitalan í 5.515 stigum. Þetta jafngildir því að hún hafi fallið um 12,7 prósent frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×