Hamilton ánægður með nýjan farkost 17. janúar 2008 17:04 Bretinn Lewis Hamilton segir nýjan McLaren sem hann hefur prófað á Jerez brautinni síðustu daga vænan farkost. Hamilton sló hressilega í gegn á síðasta ári, þegar hann keppti í fyrsta skipti í Formúlu 1. Minnstu munaði að hann hreppti meistaratitilinn, en hann varð einu stigi á eftir Kimi Raikkönen. "Ég er búinn að aka bílnum í nokkra daga og bíllinn er talsvert betri en 2007 bíllinn. Ég finn það strax á fyrstu æfingunum að staða okkar er betri og bíllinn áreiðanlegri," segir Hamilton. "Bíllinn er í raun framþróun á bíl síðasta árs og lætur svipað af stjórn í grunninn. Ég er viss um að við eigum eftir að fínpússa ýmislegt og ég er sjálfur í betra formi, en í janúar í fyrra. Ég veit hve mikið ég þarf að æfa kroppinn og keyra til að vera í góðu ásigkomulagi fyrir fyrsta mótið. Ég þekki brautirnar og þetta verður allt mun auðveldara en áður. En engu að síður erfitt og átákamikið verkefni." Formúla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton segir nýjan McLaren sem hann hefur prófað á Jerez brautinni síðustu daga vænan farkost. Hamilton sló hressilega í gegn á síðasta ári, þegar hann keppti í fyrsta skipti í Formúlu 1. Minnstu munaði að hann hreppti meistaratitilinn, en hann varð einu stigi á eftir Kimi Raikkönen. "Ég er búinn að aka bílnum í nokkra daga og bíllinn er talsvert betri en 2007 bíllinn. Ég finn það strax á fyrstu æfingunum að staða okkar er betri og bíllinn áreiðanlegri," segir Hamilton. "Bíllinn er í raun framþróun á bíl síðasta árs og lætur svipað af stjórn í grunninn. Ég er viss um að við eigum eftir að fínpússa ýmislegt og ég er sjálfur í betra formi, en í janúar í fyrra. Ég veit hve mikið ég þarf að æfa kroppinn og keyra til að vera í góðu ásigkomulagi fyrir fyrsta mótið. Ég þekki brautirnar og þetta verður allt mun auðveldara en áður. En engu að síður erfitt og átákamikið verkefni."
Formúla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira