Viðskipti innlent

Exista fellur um tíu prósent

Lýður og Ágúst Guðmundssyni, stærstu hluthafar í Bakkavör, sem jafnframt er stærsti hluthafinn í Existu og Kaupþingi.
Lýður og Ágúst Guðmundssyni, stærstu hluthafar í Bakkavör, sem jafnframt er stærsti hluthafinn í Existu og Kaupþingi. Mynd/GVA

Gengi bréfa í Existu hefur fallið um rúm tíu prósent í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgir SPRON líkt og fyrri daginn, sem hefur fallið um rúm 8,7 prósent en gengi beggja félaga hefur aldrei verið lægra.

Eimskipafélagið er hins vegar eina félagið sem hefur hækkað í dag. 

Úrvalsvísitalan hefur fallið um rúm fimm prósent á sama tíma sem er ívið meira en í Evrópu og á Norðurlöndunum en lækkun á erlendum mörkuðum stendur í kringum þremur til fjórum prósentum. Þýskaland stendur hins vegar nær Íslandi að því leyti að Dax-vísitalan þar í landi hefur fallið um rúm fimm prósent.

Útlit er fyrir nokkra lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag en þeir opna eftir tæpan hálftíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×