„Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna,“ segir forstjóri Kaupþings 30. janúar 2008 10:30 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm „Eins og aðstæður eru núna sáum við ekki fram á að ná fram þeim samlegðaráhrifum sem við stefndum að," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en bankinn tilkynnti í morgun að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. „Þetta var sameiginleg niðurstaða. Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna," segir Hreiðar. Viðræður um möguleikann á því að hætta við yfirtökuna á NIBC hafi staðið yfir í nokkrar vikur, að hans sögn. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, tekur í sama streng í samtali við fréttastofu Reuter í dag. Þar kemur sömuleiðis fram að hagnaður NIBC í fyrra hafi numið 91 milljón evra, jafnvirði 8,6 milljörðum íslenskra króna, en það er 62 prósenta samdráttur á milli ára. Þar kemur sömuleiðis fram að markaðsverðmæti skuldabréfavafninga NIBC hafi numið 7,2 milljörðum evra í byrjun síðasta árs en einungis 2,6 milljörðum í árslok. Það jafngildir 63 prósenta samdrætti á tólf mánuðum. Þessi hluti bankans fylgdi hins vegar ekki með í yfirtöku Kaupþings. Hreiðar segir að bankinn hafi horft til þess að lækka rekstrarkostnað og auka tekjur samstæðunnar. „Það hefði orðið erfitt að að ná því fram," segir Hreiðar og bætir við að bankinn muni eftirleiðis einbeita sér að eigin rekstri. Frekari fyrirtækjakaup eru ekki fyrirhuguð á næstunni. Tilkynnt var um yfirtöku Kaupþings á NIBC í júlí í fyrra. Kaupverð nam þremur milljörðum evra, jafnvirði 286 milljörðum íslenskra króna og hefði það orðið stærsta yfirtaka Íslandssögunnar ef af hefði orðið. Eftir því sem dregist hefur að tilkynna um lok viðskiptanna hafa ýmsar sögu farið á kreik, svo sem að kaupin hefðu orðið of stór biti fyrir bankann. Hreiðar Már vísar því á bug. Bankinn hafi aukið við eigið fé sitt vegna þeirra auk þess sem forgangsréttarútboð var fyrirhugað. Ekkert verður nú hins vegar af útboðinu auk þess sem ljóst er að bandaríska fjárfestingafélagið JC Flowers, stærsti eigandi NIBC, verður ekki einn af stærstu hluthöfum Kaupþings.Aðspurður um hugsanleg áhrif þess að hætt var við yfirtökuna segir Hreiðar Már gott að allri óvissu um hana hafi verið eytt. Sé það jákvætt og reikni hann með að skuldatryggingaálag íslensku viðskiptabankanna, sem hafi staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið, lækki í kjölfarið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
„Eins og aðstæður eru núna sáum við ekki fram á að ná fram þeim samlegðaráhrifum sem við stefndum að," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en bankinn tilkynnti í morgun að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. „Þetta var sameiginleg niðurstaða. Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna," segir Hreiðar. Viðræður um möguleikann á því að hætta við yfirtökuna á NIBC hafi staðið yfir í nokkrar vikur, að hans sögn. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, tekur í sama streng í samtali við fréttastofu Reuter í dag. Þar kemur sömuleiðis fram að hagnaður NIBC í fyrra hafi numið 91 milljón evra, jafnvirði 8,6 milljörðum íslenskra króna, en það er 62 prósenta samdráttur á milli ára. Þar kemur sömuleiðis fram að markaðsverðmæti skuldabréfavafninga NIBC hafi numið 7,2 milljörðum evra í byrjun síðasta árs en einungis 2,6 milljörðum í árslok. Það jafngildir 63 prósenta samdrætti á tólf mánuðum. Þessi hluti bankans fylgdi hins vegar ekki með í yfirtöku Kaupþings. Hreiðar segir að bankinn hafi horft til þess að lækka rekstrarkostnað og auka tekjur samstæðunnar. „Það hefði orðið erfitt að að ná því fram," segir Hreiðar og bætir við að bankinn muni eftirleiðis einbeita sér að eigin rekstri. Frekari fyrirtækjakaup eru ekki fyrirhuguð á næstunni. Tilkynnt var um yfirtöku Kaupþings á NIBC í júlí í fyrra. Kaupverð nam þremur milljörðum evra, jafnvirði 286 milljörðum íslenskra króna og hefði það orðið stærsta yfirtaka Íslandssögunnar ef af hefði orðið. Eftir því sem dregist hefur að tilkynna um lok viðskiptanna hafa ýmsar sögu farið á kreik, svo sem að kaupin hefðu orðið of stór biti fyrir bankann. Hreiðar Már vísar því á bug. Bankinn hafi aukið við eigið fé sitt vegna þeirra auk þess sem forgangsréttarútboð var fyrirhugað. Ekkert verður nú hins vegar af útboðinu auk þess sem ljóst er að bandaríska fjárfestingafélagið JC Flowers, stærsti eigandi NIBC, verður ekki einn af stærstu hluthöfum Kaupþings.Aðspurður um hugsanleg áhrif þess að hætt var við yfirtökuna segir Hreiðar Már gott að allri óvissu um hana hafi verið eytt. Sé það jákvætt og reikni hann með að skuldatryggingaálag íslensku viðskiptabankanna, sem hafi staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið, lækki í kjölfarið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira