Viðskipti innlent

Rólegt á markaði í veðurhamnum

Gengi Existu lækkaði um eitt prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Straumur, FL Group, Landsbankinn og SPRON, sem hefur lækkað um 0,5 prósent. Bakkavör og Kaupþing eru hins vegar einu fyrirtækin sem hafa hækkað í dag, bæði um 0,55 prósent, á afar rólegum degi.

Önnur fyrirtæki standa í stað.

Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um 0,10 prósent og stendur vísitalan í 5.097 stigum. Vísitalan fór lægst í 5.050 stig seint í janúar og hafði þá ekki verið lægri síðan í byrjun desember árið 2005.

Þetta er svipuð þróun og í Evrópu í dag en helstu vísitölur í kauphöllum álfunnar hafa staðið á rauðu frá upphafi viðskiptadagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×