McGrane tók forystuna á Indlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2008 15:37 Damien McGrane horfir eftir höggi í dag. Nordic Photos / AFP Írski kylfingurinn Damien McGrane hefur forystu á indverska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. McGrane var í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag en lék á 69 höggum í dag og náði þar með tveggja högga forystu á þrjá aðra kylfinga. McGrane er samtals á átta höggum undir pari en þeir Hendrik Buhrmann frá Suður-Afríku, Raphael Jacquelin frá Frakklandi og Graeme McDowell frá Norður-Írlandi eru á sex höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els komst í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa verið talsvert frá sínu besta á mótinu. Hann lék á 70 höggum í dag og bætti sig þar með um fimm högg frá því í gær. Hann er á samtals einu höggi yfir pari og er í 44.-54. sæti. Heimamaðurinn Jyoti Randhawa var með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en náði sér alls ekki á strik í dag og kláraði á 77 höggum. Hann hefur borið sigur úr býtum á þessum móti undanfarin tvö ár. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Írski kylfingurinn Damien McGrane hefur forystu á indverska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. McGrane var í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag en lék á 69 höggum í dag og náði þar með tveggja högga forystu á þrjá aðra kylfinga. McGrane er samtals á átta höggum undir pari en þeir Hendrik Buhrmann frá Suður-Afríku, Raphael Jacquelin frá Frakklandi og Graeme McDowell frá Norður-Írlandi eru á sex höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els komst í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa verið talsvert frá sínu besta á mótinu. Hann lék á 70 höggum í dag og bætti sig þar með um fimm högg frá því í gær. Hann er á samtals einu höggi yfir pari og er í 44.-54. sæti. Heimamaðurinn Jyoti Randhawa var með forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en náði sér alls ekki á strik í dag og kláraði á 77 höggum. Hann hefur borið sigur úr býtum á þessum móti undanfarin tvö ár.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira