Viðskipti innlent

Eik banki hækkaði en mörg félög skrapa botninn

Lýður og Ágúst Guðmundssyni, kenndir við Bakkavör, og stærstu hluthafar Existu, sem náði sínu lægsta gengi í dag.
Lýður og Ágúst Guðmundssyni, kenndir við Bakkavör, og stærstu hluthafar Existu, sem náði sínu lægsta gengi í dag. Mynd/GVA

Hinn færeyski einkbanki hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,07 prósent. Flaga hækkaði um tæp tvö prósent og 365 um 0,6 prósent.

Að öðru leyti var dagurinn slæmur á íslenskum hlutabréfamarkaði því önnur félög ýmist lækkuðu - sum mikið - og önnur stóðu í stað.

Gengi bréfa í Existu féll um 4,13 prósent og fór í sitt lægsta lokagildi fram til þessa. Á eftir fylgdu Teymi og Straumur, sem féllu um rúm þrjú prósent. Öll önnur fjármálafyrirtæki lækkuðu um í kringum eitt prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,34 prósent og hefur hún ekki hækkað í enda dags frá því á þriðjudag í síðustu viku. Vísitalan stendur í sléttum fimm þúsund stigum og hefur ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×