Viðskipti innlent

FL Group stökk upp í byrjun dags

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group. Mynd/Anton

Gengi bréfa í FL Group rauk upp um 4,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. SPRON og Exista fylgdu fast á eftir. Gengi þeirra hefur fallið mikið frá áramótum og legið í lægsta gildi þeirra frá upphafi upp á síðkastið. Nokkur sætaskipti urðu á efstu sætum þegar lengra leið frá fyrstu viðskiptum.

Önnur félög sem hafa hækkað um Landsbankinn, Atlantic Airways og Bakkavör.

FL Group birtir uppgjör sitt í dag en gert er ráð fyrir að félagið hafi tapað 64 milljörðum króna á síðasta ári. Stjórnendur og stærstu hluthafar félagsins hafa verið að taka til í bókum FL Group upp á síðkastið. Þá hafa uppgjör hlutdeildarfélaga Existu verið að skila sér í hús.

Á sama tíma hefur gengi hins færeyska Föroya banka lækkað um 1,5 prósent, Marels um eitt prósent, Straumur um 0,5 prósent, Kaupþing um 0,4 og Atorka um 0,25.

Úrvalsvísitalan hækkaði að sama skapi um 0,36 prósent og stendur hún í 5,023 prósent. Vísitalan hækkaði um rúm þrjú prósent í gær en það var fyrsti dagurinn sem hún hækkaði í lok dags í hálfan mánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×