Viðskipti innlent

Færeyjabanki fellur um fimm prósent

Merki Færeyjabanka, sem hefur fallið um rúm fimm prósent í morgun og fór í sitt lægsta gildi.
Merki Færeyjabanka, sem hefur fallið um rúm fimm prósent í morgun og fór í sitt lægsta gildi.

Gengi hlutabréfa í Föroya banka féll um rétt rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag. Það stendur nú í 129 dönskum krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Einungis gengi bréfa í Alfesca hefur hækkað, um 0,15 prósent. Að öðru leyti hefur verið lækkun í Kauphöllinni líkt og víðar í evrópskum kauphöllum.

Þegar Föroya banka sleppir hefur Kaupþing lækkað um 1,34 prósent, Exista um 1,13 prósent og SPRON um 1,03 prósent. Önnur félög hafa lækkað minna.

Nikkei-vísitalan féll um 3,25 prósent í morgun eftir að svissneski risabankinn Credit Suisse greindi frá því að hann varð að afskrifa 2,85 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 190 milljarða íslenskra króna, vegna ofmats á eignatryggðum skuldabréfum sem greint var frá í gær.

Markaðir í Evrópu hafa sömuleiðis lækkað nokkuð í morgun. Þar af hefur FTSE-vísitalan lækkað um rúm 0,9 prósent, hin þýska Dax um rúm 0,7 prósent og franska Cac-40 um 0,6 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um 0,88 prósent og stendur hún í 5.075 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×