Viðskipti innlent

Nauðsynlegt að koma stöðugleika á og draga úr kostnaði

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri.

Stöðugleika íslensks efnahagslífs stafar ógn af hræringum á erlendum fjármálamörkuðum og verður það verkefni stjórnvalda á næstunni að koma á stöðugleika á nýjan leik. Upptaka evru er ekki einn af kostunum í stöðunni nú um stundir. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um íslenskt efnahagslíf sem birt var í dag.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hægt hafi á hagkerfinu á sama tíma og verðbólga hafi aukist. Kalli það á skýra og aðhaldssama peningamálastjórn þar til verðbólgu verði komið nær 2,5 prósenta verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Efri vikmörk eru hins vegar um fjögur prósent. Verðbólga mælist nú 6,8 prósent. Seðlabankinn er á sama tíma gagnrýndur fyrir að hafa brugðist seint við vísbendingum um að verðbólga væri að aukast.

OECD, líkt og fleiri gagnrýnendur um íslenskt efnahagslíf, áréttar nauðsyn þess að breyta Íbúðalánasjóði.

Þá er sérstaklega fjallað um mikil útgjöld til heilbrigðismála. Þar megi gera betur og auka hagkvæmni.

Þeir Val Koromzay og Patrick Lenain frá OECD munu kynna skýrsluna á Grand hótel klukkan eitt í dag ásamt þeim Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, og Guðlaugi Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra.

Skýrsla OECD






Fleiri fréttir

Sjá meira


×