Viðskipti innlent

Straumur hækkar mest í Kauphöllinni

William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni bankans.
William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni bankans. Mynd/Anton

Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað um tæp 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi banka og fjármálafyrirtækja að Atlantic Petroleum undanskildu. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 1,12 prósent, Existu um 1,08 prósent, Atlantic Petroleum um 0,76 prósent, í Glitni um 0,6 og Kaupþing um 0,55 prósent.

Á sama tíma hefur gengið hins færeyska Eik banka lækkað um 1,83 prósent, Bakkavör um 0,48 prósent og SPRON um 0,19 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,61 prósent og stendur hún í 4.927 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×