Viðskipti innlent

Verðbólga mælist 3,5 prósent innan OECD

Keypt í matinn. Raforku- og matvælaverð hefur keyrt upp verðbólgu innan OECD-ríkjanna upp á síðkastið.
Keypt í matinn. Raforku- og matvælaverð hefur keyrt upp verðbólgu innan OECD-ríkjanna upp á síðkastið.

Verðbólga mældist 3,5 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í janúar, samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar, sem birtar voru í dag. Þetta er 0,1 prósentustiga hækkun á milli mánaða.

Verðbólga mældist 3,2 prósent á evrusvæðinu á sama tíma.

Verðbólga er líkt og fyrri mánuði hæst í Tyrklandi, eða 8,2 prósent. Hún var 5,8 prósent hér á sama tíma. Minnst var hún í Japan, eða 0,7 prósent.

Sé litið til einstakra þátta hækkaði raforkuverð um 13,7 prósent á milli ára í mánuðinum. Þetta er talsvert meiri hækkun á ársgrundvelli en í fyrri mánuði þegar verðið hækkað um tólf prósent á milli ára. Þá hækkaði matvöruverð um 5,1 prósent á milli ára í mánuðinum samanborið við 4,9 prósent í desember.

Sé matvöru- og raforkuverð undanskilin frá verðbólgutölunum nam verðbólga 2,0 prósentum sem er 0,1 prósents lækkun frá í desember, samkvæmt OECD.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×