Viðskipti innlent

Vísitala afurða í stóriðju lækkar um 16,8 prósent

Vinna við álverið á Grundartanga.
Vinna við álverið á Grundartanga.

Vísitala framleiðsluverð var 3,1 prósenti lægra í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Verðvísitala afurði í stóriðju lækkaði um 16,8 prósent á meðan vísitala sjávarafurða hækkaði um 3,4 prósent og matvælaframleiðslu um 4,3 prósent.

Gengi krónunnar hefur mikil áhrif á niðurstöðurnar en það sveiflaðist nokkuð á árinu, að því er fram kemur í nýjasta hefti Hagtíðinda.

Í Hagtíðindum segir ennfremur að verðvísitala útfluttra afurða fylgi breytingum gengisvísitölunnar og frá janúar í fyrra fram á þetta ári hafi verð útfluttra vara lækkað um 6,4 prósent. Á sama tíma hafi afurðaverð á innanlandsmarkaði hækkað um 2,5 prósent. Gengisvísitalan hefur lækkað um 0,4 prósent á tímabilinu.

Útfluttar afurðir námu um 63 prósentum af innlendri framleiðslu í fyrra og helst verð þeirra því í hendur við gengi krónunnar. Þannig ræðst verðvísitala stjóriðju af nær aðeins tveimur þáttum; gengisþróun og heimsmarkaðsverði á áli hverju sinni.

Hagtíðindi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×