UNIFEM á Íslandi sett ný viðmið í söfnunum Guðjón Helgason skrifar 8. mars 2008 18:31 Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar. Alþjóðadagur kvenna er í dag og um leið lýkur Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi. Landsmenn hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líberíu, Lýðveldinu Kongó og Súdan. 16 landsdeildir UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, eru starfandi víða um heim. Joanna Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, segir Íslandsdeildina hafa sett ný viðmið í söfnun á Fiðrildaviku. Íslandsdeildin hafi náð merkum áfanga síðustu viku og efnt til merkilegra viðburða. Fyrir vikið verði rúm milljón bandaríkjadala gefin í það verkefni að binda enda á ofbeldi gegn konum og þeirra fjármuna sé þörf. UNIFEM á Íslandi vildi ekki staðfesta þessa upphæð en sagði að tilkynnt yrði á morgun, sunnudag, hvað hefði safnast á Fiðrildaviku. Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, segir herferð UNIFEM á Íslandi muni hjálpa afsakplega mikið, sér í lagi í löndum á borð við Líberíu. Það þurfi kerfi og fé til að taka á ofbeldi gegn konum og binda enda á það. Fjölmargar konur eru í áhrifastöðum í Líberu en forseti landsins, Ellen Johnson-Sirleaf, varð fyrsta lýðræðislega kjörna konan í forsetaembætti í Afríku í nóvember 2005. Hún hét því að koma konum til áhrifa í Líberu og bæta stöðu kvenna þar í viðskiptum og það hefur hún gert. King-Akerele bendir á að kona sé lögreglustjóri og margar konur ráðherrar og dómarar. Meðal kvennráðherra séu ráðherra fjármála, viðskipta og iðnaðar, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, íþróttamálaráðherra, og ráðherra í málefnum þróunar og kynjamála. Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar. Alþjóðadagur kvenna er í dag og um leið lýkur Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi. Landsmenn hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líberíu, Lýðveldinu Kongó og Súdan. 16 landsdeildir UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, eru starfandi víða um heim. Joanna Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, segir Íslandsdeildina hafa sett ný viðmið í söfnun á Fiðrildaviku. Íslandsdeildin hafi náð merkum áfanga síðustu viku og efnt til merkilegra viðburða. Fyrir vikið verði rúm milljón bandaríkjadala gefin í það verkefni að binda enda á ofbeldi gegn konum og þeirra fjármuna sé þörf. UNIFEM á Íslandi vildi ekki staðfesta þessa upphæð en sagði að tilkynnt yrði á morgun, sunnudag, hvað hefði safnast á Fiðrildaviku. Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, segir herferð UNIFEM á Íslandi muni hjálpa afsakplega mikið, sér í lagi í löndum á borð við Líberíu. Það þurfi kerfi og fé til að taka á ofbeldi gegn konum og binda enda á það. Fjölmargar konur eru í áhrifastöðum í Líberu en forseti landsins, Ellen Johnson-Sirleaf, varð fyrsta lýðræðislega kjörna konan í forsetaembætti í Afríku í nóvember 2005. Hún hét því að koma konum til áhrifa í Líberu og bæta stöðu kvenna þar í viðskiptum og það hefur hún gert. King-Akerele bendir á að kona sé lögreglustjóri og margar konur ráðherrar og dómarar. Meðal kvennráðherra séu ráðherra fjármála, viðskipta og iðnaðar, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, íþróttamálaráðherra, og ráðherra í málefnum þróunar og kynjamála.
Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira