Fólk flykkist í Bónus og Krónuna 9. mars 2008 18:53 Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu. Fjórða daginn í röð heldur fréttastofa Stöðvar 2 áfram að kanna hvort umræða um að góðærinu sé að ljúka hafi áhrif á hvernig fólk eyðir peningunum sínum. Enn sem komið er er fátt sem bendir til að krepputalið hafi bitið á landsmenn, hvorki okkur sem kaupum né þá sem flytja inn. Að minnsta kosti selst kampavín í stríðum straumum, kortavelta eykst, nýir bílar renna út og enn fleiri ilmvötn, snyrtivörur, sjónvörp og tímarit eru flutt inn til landsins en á sama tíma í fyrra. Færri eru þó að kaupa sér húsnæði þessar vikurnar en í fyrra. Í dag höfðum við samband við stjórnendur hjá stærstu matvörukeðjum landsins. Og þó að Íslendingar séu stundum skammaðir fyrir að vera ómeðvitaðir neytendur þá virðist sem menn séu að verða heldur meðvitaðri. Umtalsvert meiri sala var í janúar og febrúar hjá Bónus en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur verið að bæta við sig verslunum og stækka. Uppundir hundrað prósent meiri sala var t.a.m. í Krónunni á Bíldshöfða sem stækkaði í fyrra og tugprósenta meiri sala í öllum Krónuverslunum. Stjórnendur hjá dýrari búðum eins og Nóatúni og Hagkaupum bera sig vel en þar er söluaukningin mun minni, þó hvorug keðjan væri tilbúin til að gefa upp prósentutölur. Þó var á þeim að skilja að salan á þessu ári væri nokkrum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Manneklan var mikil hjá matvörukeðjunum í haust en hjá Bónus, Krónunni, Nóatúni og Hagkaupum er nánast fullmannað og nægar umsóknir berast. Umsækjendur eru margir íslenskir og eldri en áður. Eða eins og rekstrarstjóri Nóatúns sagði - þá er búið með starfsmannasveltið sem hrjáði verslanir til skamms tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu. Fjórða daginn í röð heldur fréttastofa Stöðvar 2 áfram að kanna hvort umræða um að góðærinu sé að ljúka hafi áhrif á hvernig fólk eyðir peningunum sínum. Enn sem komið er er fátt sem bendir til að krepputalið hafi bitið á landsmenn, hvorki okkur sem kaupum né þá sem flytja inn. Að minnsta kosti selst kampavín í stríðum straumum, kortavelta eykst, nýir bílar renna út og enn fleiri ilmvötn, snyrtivörur, sjónvörp og tímarit eru flutt inn til landsins en á sama tíma í fyrra. Færri eru þó að kaupa sér húsnæði þessar vikurnar en í fyrra. Í dag höfðum við samband við stjórnendur hjá stærstu matvörukeðjum landsins. Og þó að Íslendingar séu stundum skammaðir fyrir að vera ómeðvitaðir neytendur þá virðist sem menn séu að verða heldur meðvitaðri. Umtalsvert meiri sala var í janúar og febrúar hjá Bónus en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur verið að bæta við sig verslunum og stækka. Uppundir hundrað prósent meiri sala var t.a.m. í Krónunni á Bíldshöfða sem stækkaði í fyrra og tugprósenta meiri sala í öllum Krónuverslunum. Stjórnendur hjá dýrari búðum eins og Nóatúni og Hagkaupum bera sig vel en þar er söluaukningin mun minni, þó hvorug keðjan væri tilbúin til að gefa upp prósentutölur. Þó var á þeim að skilja að salan á þessu ári væri nokkrum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Manneklan var mikil hjá matvörukeðjunum í haust en hjá Bónus, Krónunni, Nóatúni og Hagkaupum er nánast fullmannað og nægar umsóknir berast. Umsækjendur eru margir íslenskir og eldri en áður. Eða eins og rekstrarstjóri Nóatúns sagði - þá er búið með starfsmannasveltið sem hrjáði verslanir til skamms tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira