Haukar styrktu stöðu sína í N1 deild karla í kvöld. Liðið hefur nú fimm stiga forystu í deildinni eftir að hafa unnið Aftureldingu á útivelli. Leikurinn endaði 26-32.
Valur er í öðru sæti deildarinnar en liðið burstaði ÍBV 39-26. Tveggja marka munur var í hálfleik en í seinni hálfleiknum réðu Valsmenn lögum og lofum. ÍBV er enn neglt við botn deildarinnar.
HK vann Fram í stórleik kvöldsins 28-25 í Digranesi. Eftir kvöldið eru liðin jöfn í 3. - 4. sæti deildarinnar með 26 stig, stigi minna en Valur sem er í öðru sætinu. Haukar eru með 32 stig á toppi deildarinnar.
Ragnar Hjaltested skoraði 7 mörk fyrir HK í kvöld en markahæstur hjá Fram var Rúnar Kárason með 8 mörk.
Úrslit kvöldsins:
Akureyri-Stjarnan 34-32
Afturelding-Haukar 26-32
HK-Fram 28-25
Valur-ÍBV 39-26