Tveimur leikjum er lokið í 16-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar en alls eru sex leikir á dagskrá í dag.
Zenit St. Pétursborg komst áfram eftir 2-0 sigur á Marseille á heimavelli í dag en Marseille vann fyrri viðureign liðanna, 3-1. Zenit komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Hið sama má segja um Bayer Leverkusen sem tapaði í dag fyrir Hamburg á útivelli, 3-2. Leverkusen vann hins vegar fyrri leikinn á heimavelli sínum, 1-0.
Leverkusen komst tvívegis yfir í leiknum en Hamburg jafnaði í bæði skiptin og Rafael van der Vaart skoraði svo sigurmarkið, tíu mínútum fyrir leikslok.
Pavel Pogrbnyak skoraði bæði mörk Zenit í dag.