Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast 13. mars 2008 18:45 Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.Nú hefur OECD staðfest að barnafjölskyldur á Íslandi greiddu árið 2006 stærri hluta af tekjum sínum í skatta en sex árum áður. Og að skattabreytingar á þessum tíma hafi aðallega bætt hag hátekjufólks - öfugt við það sem gerðist víðast hvar á Vesturlöndum. Mest hækkaði skattbyrðin á árunum 1996-2004 hjá einstæðu foreldri með tvö börn og lágar tekjur, minna hjá útivinnandi hjónum með meðal eða lágar tekjur en minnst hjá einhleypu og barnlausu hálaunafólki.Ástæðan er ekki sú að skattprósentan hafi hækkað - heldur hitt að persónuafslátturinn, barna- og vaxtabætur rýrnuðu í verðbólgu. Launin okkar hækkuðu, og flest sem við kaupum líka, en viðmiðin breyttust ekki í takt, þannig að síminnkandi hópur naut barna- og vaxtabóta og fólk borgaði sístækkandi hluta launanna í skatta. Tvennt bætti hag hinna ríkari - þegar hágtekjuskattinum var kastað fyrir róða og fjármagnstekjuskatturinn tekinn upp.Hins vegar var kúrsinum snúið við á árinu 2006 og tvisvar frá þeim tíma hafa stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga tilkynnt hækkun bóta og persónuafsláttar, nú síðast í febrúar. En hversu langt hafa ráðherrar okkar gengið til að draga úr þessari auknu skattabyrði?Jú, á næstu tveimur árum munu skattleysismörk hækka í 125 þúsund krónur - á núvirði - en þyrftu að verða 145 þúsund krónur til að vinna upp það sem tapast hefur frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp á 9. áratugnum, segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.En ef vaxtabæturnar ættu að koma þjóðinni jafn vel og þær gerðu árið 1995 - þyrftu þær að tvöfaldast. Það ár greiddi ríkið þjóðinni 27,3 prósent af þeim vöxtum sem landsmenn voru að borga af íbúðalánum sínum. Árið 2006 hafði hlutfallið hrapað niður í 14,8%. Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.Nú hefur OECD staðfest að barnafjölskyldur á Íslandi greiddu árið 2006 stærri hluta af tekjum sínum í skatta en sex árum áður. Og að skattabreytingar á þessum tíma hafi aðallega bætt hag hátekjufólks - öfugt við það sem gerðist víðast hvar á Vesturlöndum. Mest hækkaði skattbyrðin á árunum 1996-2004 hjá einstæðu foreldri með tvö börn og lágar tekjur, minna hjá útivinnandi hjónum með meðal eða lágar tekjur en minnst hjá einhleypu og barnlausu hálaunafólki.Ástæðan er ekki sú að skattprósentan hafi hækkað - heldur hitt að persónuafslátturinn, barna- og vaxtabætur rýrnuðu í verðbólgu. Launin okkar hækkuðu, og flest sem við kaupum líka, en viðmiðin breyttust ekki í takt, þannig að síminnkandi hópur naut barna- og vaxtabóta og fólk borgaði sístækkandi hluta launanna í skatta. Tvennt bætti hag hinna ríkari - þegar hágtekjuskattinum var kastað fyrir róða og fjármagnstekjuskatturinn tekinn upp.Hins vegar var kúrsinum snúið við á árinu 2006 og tvisvar frá þeim tíma hafa stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga tilkynnt hækkun bóta og persónuafsláttar, nú síðast í febrúar. En hversu langt hafa ráðherrar okkar gengið til að draga úr þessari auknu skattabyrði?Jú, á næstu tveimur árum munu skattleysismörk hækka í 125 þúsund krónur - á núvirði - en þyrftu að verða 145 þúsund krónur til að vinna upp það sem tapast hefur frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp á 9. áratugnum, segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.En ef vaxtabæturnar ættu að koma þjóðinni jafn vel og þær gerðu árið 1995 - þyrftu þær að tvöfaldast. Það ár greiddi ríkið þjóðinni 27,3 prósent af þeim vöxtum sem landsmenn voru að borga af íbúðalánum sínum. Árið 2006 hafði hlutfallið hrapað niður í 14,8%.
Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira