Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan niður um þrjú prósent

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON. Gengi bréfa í bankanum fór í sitt lægsta gildi frá upphafi í morgun í dýfu í Kauphöllinni í dag.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON. Gengi bréfa í bankanum fór í sitt lægsta gildi frá upphafi í morgun í dýfu í Kauphöllinni í dag. Mynd/Teitur

Gengi Existu, FL Group og Færeyjabanka féll um rúm fimm prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi FL Group fór niður fyrir átta krónur á hlut . Þá fór gengi 365 og SPRON sömuleiðis í sitt lægsta gildi frá upphafi. Gengi bréfa í 365 stendur í 1,32 krónum á hlut og SPRON í 4,86 krónum.

Gengi allra félaga í Kauphöllinni hefur lækkað mikið frá upphafi dags og ekkert hækkað. Minnsta lækkunin nemur 0,5 prósentum.

Úrvalsvísitalan hefur fallið um þrjú prósent og stendur vísitalan í 4.675 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í október fyrir þremur árum.

Þetta er nokkuð í samræmi við mikla niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×