Viðskipti innlent

Icelandic Group fellur annan daginn í röð

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Gengi Icelandic Group féll um rúm 10,6 prósent í dag og hefur það því fallið um rúm 25 prósent á tveimur síðustu dögum vikunnar. Þetta var jafnframt langmesta lækkunin á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði á sama tíma um 1,93 prósent.

Gengi bréfa í öllum færeysku félögunum hækkaði í dag, að Færeyjabanka undanskildum sem stóð í stað. Mest hækkaði gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petrolum, sem fór upp um 3,18 prósent. 365 fylgdi á eftir með hækkun upp á 1,55 prósent. Þá hækkaði gengi Century Aluminum um 1,18 prósent, Teymis um 0,94 prósent, Atorku um 0,8 prósent, Bakkavarar um 0,74 prósent og Alfesca um 0,29 prósent. Eik banki og Atlantic Airways reka lestina með tæp 0,3 prósenta hækkun.

Ef frá er skilið fall Icelandic Group féll gengi bréfa í FL Group um 6,16 prósent, Existu um 5,46 prósent og Eimskipafélagsins um 5,02 prósent. Önnur félög lækkuðu minna, mest í Glitni, sem fór niður um 2,8 prósent en minnst í Straumi, sem lækkaði um rúm 0,4 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkað um 1,93 prósent og stendur vísitalan í 4.929 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×