Romero vann í New Orleans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 10:55 Andres Romero með sigurlaunin sín í gær. Nordic Photos / Getty Images Argentínski kylfingurinn Andres Romero vann um helgina sigur í Zurich Classic-mótinu í New Orleans en þetta var fyrsti sigurinn hans á PGA-mótaröðinni. Romero lék á 68 höggum í gær og lék samtals á þrettán höggum undir pari. Annar varð Peter Lonard frá Ástralíu á tólf höggum undir pari og Tim Wilkinson frá Nýja-Sjálandi varð þriðji á ellefu höggum undir pari. Þetta er í sjötta skiptið á síðustu sjö árum sem kylfingur vinnur sinn fyrsta PGA-sigur í New Orleans. Þetta er því frægur vettvangur fyrir kylfinga að brjótast fram á sjónarsviðið og sérstaklega fyrir þá sem ekki eru bandarískir. Frægasta dæmið um þetta er Vijay Singh sem vann sitt fyrsta mót í New Orleans árið 2004. Romero komst inn á Evrópumótaröðina í golfi með því að verða í fjórtánda sæti á Áskorendamótaröðinni árið 2005. Árið 2006 komst hann á lista 100 bestu kylfinga heims en það ár varð hann í áttunda sæti á opna breska meistaramótinu. Ári síðar varð hann í þriðja sæti á sama móti og vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Í ár hefur hann verið að komast hægt og rólega á skrið. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrstu þremur mótum tímabilsins á PGA-mótaröðinni en kláraði síðustu þrjú mót fyrir sigurinn í New Orleans. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Argentínski kylfingurinn Andres Romero vann um helgina sigur í Zurich Classic-mótinu í New Orleans en þetta var fyrsti sigurinn hans á PGA-mótaröðinni. Romero lék á 68 höggum í gær og lék samtals á þrettán höggum undir pari. Annar varð Peter Lonard frá Ástralíu á tólf höggum undir pari og Tim Wilkinson frá Nýja-Sjálandi varð þriðji á ellefu höggum undir pari. Þetta er í sjötta skiptið á síðustu sjö árum sem kylfingur vinnur sinn fyrsta PGA-sigur í New Orleans. Þetta er því frægur vettvangur fyrir kylfinga að brjótast fram á sjónarsviðið og sérstaklega fyrir þá sem ekki eru bandarískir. Frægasta dæmið um þetta er Vijay Singh sem vann sitt fyrsta mót í New Orleans árið 2004. Romero komst inn á Evrópumótaröðina í golfi með því að verða í fjórtánda sæti á Áskorendamótaröðinni árið 2005. Árið 2006 komst hann á lista 100 bestu kylfinga heims en það ár varð hann í áttunda sæti á opna breska meistaramótinu. Ári síðar varð hann í þriðja sæti á sama móti og vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Í ár hefur hann verið að komast hægt og rólega á skrið. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrstu þremur mótum tímabilsins á PGA-mótaröðinni en kláraði síðustu þrjú mót fyrir sigurinn í New Orleans.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira