Viðskipti innlent

FL Group selur allan hlut sinn í Finnair

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group. Félagið hefur selt allan hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group. Félagið hefur selt allan hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair.

FL Group hefur selt allan hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair fyrir 13,6 milljarða króna. FL Group átti lengi vel um 25 prósenta hlut í félaginu en seldi helminginn fyrir nokkru. Eftir stóðu 12,69 prósent sem nú voru seld. Salan hefur neikvæð áhrif á afkomu FL Group á fyrsta fjórðungi sem nemur 1,7 milljörðum króna.

FL Group var jafnframt næststærsti hluthafinn í félaginu. 

Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra FL Group, í tilkynningu að salan sé í samræmi við stefnu FL Group að minnka vægi eignarhluta í skráðum félögum sem ekki falli undir kjarnafjárfestingar félagsins í fjármála,

trygginga- og fasteignafélögum. „Við leggjum nú mikla áherslu á stærstu

eignarhluta FL Group í Glitni, Tryggingamiðstöðinni og Landic Property, auk

fjölmargra fjárfestingaverkefna í óskráðum félögum í ýmsum greinum," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×