Erlent

Hækkun sjávar Hollendingum dýrkeypt

Óli Tynes skrifar
Holland liggur lágt við ströndina.
Holland liggur lágt við ströndina.

Hollendingar sjá framá að þurfa að eyða um 250 milljörðum króna árlega á næstu áratugum til þess að verja landið ágangi sjávar.

Holland liggur lágt og talsverður hluti af því er landfylling við sjávarsíðuna. Landið er þegar varið miklum varnargörðum.

Því er hinsvegar spáð að sjávarmál muni hækka um 1,3 metra á þessari öld og 2-4 metra á þeirri næstu. Núverandi varnargarðar munu þá ekki duga til.

Það vill Hollendingum til happs að fáar þjóðir standa þeim framar í að sækja land í sjó og verja það svo. Kostnaðurinn verður hinsvegar mikill fyrir þessa sextán milljón manna þjóð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×