NBA í nótt: Phoenix batt enda á sigurgöngu Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 09:14 Allen Iverson reynir að verjast Steve Nash. Nordic Photos / Getty Images Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Dallas, Denver og Golden State voru öll hnífjöfn í 7.-9. sæti Vesturdeildarinnar fyrir leiki næturinnar en síðastnefnda liðið spilaði ekki í nótt. Það þýðir að Denver er nú fallið niður í níunda sætið og missir af úrslitakeppninni samkvæmt því. Denver hafði unnið síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt og liðið byrjaði vel í nótt. Skotnýting leikmanna í fyrri hálfleik var 60 prósent en staðan í hálfleik var 70-51, Denver í vil. Phoenix tók öll völd í síðari hálfleik og kláraði síðustu tólf mínútur leiksins með 46 stigum gegn 25. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og tók fjórtán fráköst þar að auki. Steve Nash bætti við 36 stigum og átta stoðsendingum og Shaquille O'Neal var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Denver var JR Smith stigahæstur með 23 stig, Allen Iverson var með 21 stig og Carmelo Anthony með átján stig og ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur í Denver í nótt. Dallas vann LA Clippers, 93-86, þar sem Jason Kidd fór á kostum og skoraði 27 stig í fjarveru Dirk Nowitzky. Josh Howard var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 25 stigum í fjórða leikhluta. Hjá Clippers var Al Thornton stigahæstur með 26 stig en Dallas hafði yfirhöndina allan tímann í leiknum. Þetta var mikilvægur sigur hjá Denver sem hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn sínum helstu andstæðingum þessa stundina, Denver og Golden State. Aðfaranótt fimmtudagsins mætast svo Dallas og Golden State öðru sinni og er vitaskuld um afar þýðingarmikinn leik að ræða. Utah vann Washington, 129-87, og setti félagsmet með því að setja niður fimmtán þrista í leiknum. CJ Miles bætti persónulegt met og skoraði 29 stig í leiknum. Deron Williams bætti við tólf stigum og sextán stoðsendingum þrátt fyrir að hafa hvílt lengst af í fjórða leikhluta. Antawn Jamison var stigahæstur leikmanna Washington með 22 stig. Atlanta vann Memphis, 116-99, og jók þar með enn forystu sína á New Jersey í baráttu sinni um áttunda sætið í Austurdeildinni. Atlanta náði mest 38 stiga forystu í þriðja leikhluta og þó svo að Memphis hafi náð 23-4 spretti í fjórða leikhluta var munurinn einfaldlega of mikill. Josh Smith var með 26 stig fyrir Atlanta og Rudy Gay 29 fyrir Memphis. Indiana vann Miami, 105-85, þar sem Jermaine O'Neal lék í fyrsta sinn fyrir fyrrnefnda liðið eftir tveggja mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla. Hann skoraði níu stig í leiknum en hann hafði misst af 33 leikjum í röð. Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana en Daequan Cook skoraði sextán fyrir Miami. Toronto vann Charlotte, 104-100, þar sem Chris Bosh skoraði 32 stig. Stigahæstur hjá Charlotte var Jason Richardson með 26 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Dallas, Denver og Golden State voru öll hnífjöfn í 7.-9. sæti Vesturdeildarinnar fyrir leiki næturinnar en síðastnefnda liðið spilaði ekki í nótt. Það þýðir að Denver er nú fallið niður í níunda sætið og missir af úrslitakeppninni samkvæmt því. Denver hafði unnið síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt og liðið byrjaði vel í nótt. Skotnýting leikmanna í fyrri hálfleik var 60 prósent en staðan í hálfleik var 70-51, Denver í vil. Phoenix tók öll völd í síðari hálfleik og kláraði síðustu tólf mínútur leiksins með 46 stigum gegn 25. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og tók fjórtán fráköst þar að auki. Steve Nash bætti við 36 stigum og átta stoðsendingum og Shaquille O'Neal var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Denver var JR Smith stigahæstur með 23 stig, Allen Iverson var með 21 stig og Carmelo Anthony með átján stig og ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur í Denver í nótt. Dallas vann LA Clippers, 93-86, þar sem Jason Kidd fór á kostum og skoraði 27 stig í fjarveru Dirk Nowitzky. Josh Howard var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 25 stigum í fjórða leikhluta. Hjá Clippers var Al Thornton stigahæstur með 26 stig en Dallas hafði yfirhöndina allan tímann í leiknum. Þetta var mikilvægur sigur hjá Denver sem hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn sínum helstu andstæðingum þessa stundina, Denver og Golden State. Aðfaranótt fimmtudagsins mætast svo Dallas og Golden State öðru sinni og er vitaskuld um afar þýðingarmikinn leik að ræða. Utah vann Washington, 129-87, og setti félagsmet með því að setja niður fimmtán þrista í leiknum. CJ Miles bætti persónulegt met og skoraði 29 stig í leiknum. Deron Williams bætti við tólf stigum og sextán stoðsendingum þrátt fyrir að hafa hvílt lengst af í fjórða leikhluta. Antawn Jamison var stigahæstur leikmanna Washington með 22 stig. Atlanta vann Memphis, 116-99, og jók þar með enn forystu sína á New Jersey í baráttu sinni um áttunda sætið í Austurdeildinni. Atlanta náði mest 38 stiga forystu í þriðja leikhluta og þó svo að Memphis hafi náð 23-4 spretti í fjórða leikhluta var munurinn einfaldlega of mikill. Josh Smith var með 26 stig fyrir Atlanta og Rudy Gay 29 fyrir Memphis. Indiana vann Miami, 105-85, þar sem Jermaine O'Neal lék í fyrsta sinn fyrir fyrrnefnda liðið eftir tveggja mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla. Hann skoraði níu stig í leiknum en hann hafði misst af 33 leikjum í röð. Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana en Daequan Cook skoraði sextán fyrir Miami. Toronto vann Charlotte, 104-100, þar sem Chris Bosh skoraði 32 stig. Stigahæstur hjá Charlotte var Jason Richardson með 26 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira