Viðskipti innlent

Exista leiðir hækkun dagsins

Lýður og Ágúst Guðmundsson, stærstu hluthafar Existu.
Lýður og Ágúst Guðmundsson, stærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í fjármálaþjónustu fyrirtækinu Existu rauk upp um 2,7 prósent á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Glitnir, SPRON, Kaupþing, FL Group og Straumur, sem hækkaði um 0,42 prósent.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu um 2,3 prósent og Alfesca um 0,44 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,44 prósent og stendur vísitalan í 5.204 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×