F1-lið fordæma Mosley Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2008 10:58 Max Mosley, formaður FIA. Nordic Photos / Getty Images Fjórir bílaframleiðendur sem eiga keppnislið í Formúlu 1-mótaröðinni hafa fordæmt hegðun Max Mosley, forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins. News of the World greindi frá því um helgina að Mosley hafi tekið þátt í kynlífssvalli með fimm vændiskonum þar sem líkt var við hegðun nasista. Hann sagði sjálfur í yfirlýsingu í gær að hann ætlaði að halda áfram hjá FIA enda hafi hann hlotið stuðning víða að til þess. Nú virðist hins vegar síaukinn þrýstingur að hann láti af störfum. BMW og Marcedes sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir sögðu hegðun Mosley honum til háborinnar skannar. Honda og Toyota tóku í svipaðan streng. Mosley hefur svarað og sagðist bera fullan skilning á viðbrögðum BMW og Mercedes-Benz, sér í lagi í ljósi sögu fyrirtækjanna á millistríðsárunum. „Hins vegar höfðu þau ekki samband við mig áður en þau gáfu frá sér yfirlýsinguna og spurðu hvort að ásakanir væru sannar," sagði Mosley en hann hefur áður neitað því að neitt nasistalegt hafi átt sér stað í áðurnefndu svalli. Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fjórir bílaframleiðendur sem eiga keppnislið í Formúlu 1-mótaröðinni hafa fordæmt hegðun Max Mosley, forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins. News of the World greindi frá því um helgina að Mosley hafi tekið þátt í kynlífssvalli með fimm vændiskonum þar sem líkt var við hegðun nasista. Hann sagði sjálfur í yfirlýsingu í gær að hann ætlaði að halda áfram hjá FIA enda hafi hann hlotið stuðning víða að til þess. Nú virðist hins vegar síaukinn þrýstingur að hann láti af störfum. BMW og Marcedes sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir sögðu hegðun Mosley honum til háborinnar skannar. Honda og Toyota tóku í svipaðan streng. Mosley hefur svarað og sagðist bera fullan skilning á viðbrögðum BMW og Mercedes-Benz, sér í lagi í ljósi sögu fyrirtækjanna á millistríðsárunum. „Hins vegar höfðu þau ekki samband við mig áður en þau gáfu frá sér yfirlýsinguna og spurðu hvort að ásakanir væru sannar," sagði Mosley en hann hefur áður neitað því að neitt nasistalegt hafi átt sér stað í áðurnefndu svalli.
Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira