Viðskipti innlent

SPRON leiðir hækkanalest á mánudegi

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.

Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um rúm átta prósent í byrjun dags í talsverðri hækkanahrinu í Kauphöll Íslands. Exista hefur hækkað næstmest, um 3,8 prósent, Kaupþing um rúm 2,2 prósent og bankar og fjármálafyrirtæki minna. Þá hafa flest önnur félög hækkað það sem af er dags.

Einungis eitt félag sem skráð er í Kauphöllina hefur lækkað á sama tíma. Það er Flaga, sem hefur fallið um rúm fimm prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um tvö prósent frá upphafi viðskiptadagsins klukkan tíu og stendur vísitalan í 5.410 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×