Framlag Íslendinga mikilvægt Guðjón Helgason skrifar 8. apríl 2008 18:45 Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Gore hefur tekið umhverfismál upp á sína arma svo eftir því hefur verið tekið síðan hann tapaði fyrir George Bush í umdeildum forsetakosningum árið 2000. Í fyrra fékk heimildarmynd hans um loftslagsmál óskarsverðlaun og hann sjálfur friðarverðlaun Nóbels. Helstu ráðamenn og forkólfar í íslensku viðskiptalífi fjölmenntu í Háskólabíó í morgun til að hlýða á boðskap varaforsetans fyrrverandi. Hann byrjaði á að þakka fyrir sig á íslensku. Hann vakti mikla kátínu þegar hann kynnti sig þannig að hann hefði einu sinni verið verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann vék orðum að gestgjafa sínum og aldavin, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann ræddi vinnufund á Bessastöðum í gær. Hann sagði Ólaf Ragnar eina forsetann í heiminum sem myndi fá átta vísindamenn á slíkan fund til að flytja átta mismunandi fyrirlestra um hlýnun jarðar og loftslagsmál. Þetta hafi þó verið það sem Gore hefði þótt mest spennandi og það hafi forset Íslands vitað. Gore sagði framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum mikilvægt. Honum þætti mikið til þess koma hvernig Íslendingar hefðu tekið forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þeir þróuðu nýja tækni og hefðu í sínum röðum verkfræðinga sem hefðu margt fram að færa. Gore kynnti sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lónið í hádeginu og síðan starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann fór síðan af landi brott síðdegis. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Gore hefur tekið umhverfismál upp á sína arma svo eftir því hefur verið tekið síðan hann tapaði fyrir George Bush í umdeildum forsetakosningum árið 2000. Í fyrra fékk heimildarmynd hans um loftslagsmál óskarsverðlaun og hann sjálfur friðarverðlaun Nóbels. Helstu ráðamenn og forkólfar í íslensku viðskiptalífi fjölmenntu í Háskólabíó í morgun til að hlýða á boðskap varaforsetans fyrrverandi. Hann byrjaði á að þakka fyrir sig á íslensku. Hann vakti mikla kátínu þegar hann kynnti sig þannig að hann hefði einu sinni verið verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann vék orðum að gestgjafa sínum og aldavin, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann ræddi vinnufund á Bessastöðum í gær. Hann sagði Ólaf Ragnar eina forsetann í heiminum sem myndi fá átta vísindamenn á slíkan fund til að flytja átta mismunandi fyrirlestra um hlýnun jarðar og loftslagsmál. Þetta hafi þó verið það sem Gore hefði þótt mest spennandi og það hafi forset Íslands vitað. Gore sagði framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum mikilvægt. Honum þætti mikið til þess koma hvernig Íslendingar hefðu tekið forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þeir þróuðu nýja tækni og hefðu í sínum röðum verkfræðinga sem hefðu margt fram að færa. Gore kynnti sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lónið í hádeginu og síðan starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann fór síðan af landi brott síðdegis.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira