Boston komið í vænlega stöðu 29. maí 2008 05:11 Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Kevin Garnett hefur verið besti maður Boston í einvíginu við Detroit og hann var stigahæstur heimamanna í nótt með 33 stig. Hann fékk hinsvegar góða hjálp frá félögum sínum að þessu sinni, í bráðskemmtilegum fimmta leik liðanna. Stórskyttan Ray Allen hefur verið heillum horfinn meira og minna alla úrslitakeppnina, en hann rankaði við sér á mjög góðum tíma í nótt. Allen skoraði 29 stig, hitti úr 5 af 6 þristum sínum og setti niður gríðarlega mikilvægt skot í lokin eftir að Detroit minnkað öruggt forskot Boston niður í aðeins eitt stig. "Mér líður nákvæmlega eins í kvöld eins og þegar ég skora tíu stig. Ef við vinnum er mér alveg sama hvað ég skora mikið. Við unnum í kvöld og það er frábær tilfinning," sagði hinn skyndilega sjóðheiti Allen. Hann hafði aðeins hitt úr 3 af 27 síðustu þriggja stiga skotum sínum í síðustu átta leikjum Boston í úrslitakeppninni. Þá fékk Boston líka frábært framlag frá miðherja sínum Kendrick Perkins, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppni á ferlinum með 18 stigum og 16 fráköstum. Leikstjórnandinn ungi Rajon Rondo hitti illa úr skotum sínum í leiknum og skoraði 7 stig, en hann gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum. Boston hefur nú náð 3-2 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta skipti í tvo áratugi með sigri í sjötta leiknum í Detroit á föstudagskvöldið. Perkins fór illa með okkurKendrick Perkins og Kevin Garnett léku báðir mjög vel í nóttNordicPhotos/GettyImagesChauncey Billups, sem hefur reyndar átt við meiðsli að stríða, var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Richard Hamilton skoraði 25 stig. Rasheed Wallace bætti við 18 stigum, en hann skoraði þau öll úr þriggja stiga skotum."Perkins fór illa með okkur í fráköstunum. Garnett spilaði vel, Rondo fann alltaf opna manninn og Allen spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni. Þeir fengu toppframlag frá fjórum mönnum í kvöld," sagði skúffaður Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leikinn.Liðin voru jöfn að stigum 23-23 eftir fyrsta leikhlutann og Boston hafði nauma sex stiga forystu í hálfleik. Heimamenn bættu svo við í þriðja leikhlutanum og það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem kom dálítið fát á heimamenn, sem hleypti gestunum inn í leikinn."Við vissum vel hve gríðarlega mikilvægur þessi leikur var," sagði Kevin Garnett, sem setti persónulegt met í stigaskori í úrslitakeppninni í ár. "Við hefðum málað okkur út í horn ef við hefðum ekki unnið, því Detroit er mjög reynt lið sem er ýmsu vant. Nú þurfum við bara að fara til Detroit og reyna að stela næsta leik," sagði Garnett.Tölfræði leiksinsNBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Kevin Garnett hefur verið besti maður Boston í einvíginu við Detroit og hann var stigahæstur heimamanna í nótt með 33 stig. Hann fékk hinsvegar góða hjálp frá félögum sínum að þessu sinni, í bráðskemmtilegum fimmta leik liðanna. Stórskyttan Ray Allen hefur verið heillum horfinn meira og minna alla úrslitakeppnina, en hann rankaði við sér á mjög góðum tíma í nótt. Allen skoraði 29 stig, hitti úr 5 af 6 þristum sínum og setti niður gríðarlega mikilvægt skot í lokin eftir að Detroit minnkað öruggt forskot Boston niður í aðeins eitt stig. "Mér líður nákvæmlega eins í kvöld eins og þegar ég skora tíu stig. Ef við vinnum er mér alveg sama hvað ég skora mikið. Við unnum í kvöld og það er frábær tilfinning," sagði hinn skyndilega sjóðheiti Allen. Hann hafði aðeins hitt úr 3 af 27 síðustu þriggja stiga skotum sínum í síðustu átta leikjum Boston í úrslitakeppninni. Þá fékk Boston líka frábært framlag frá miðherja sínum Kendrick Perkins, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppni á ferlinum með 18 stigum og 16 fráköstum. Leikstjórnandinn ungi Rajon Rondo hitti illa úr skotum sínum í leiknum og skoraði 7 stig, en hann gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum. Boston hefur nú náð 3-2 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta skipti í tvo áratugi með sigri í sjötta leiknum í Detroit á föstudagskvöldið. Perkins fór illa með okkurKendrick Perkins og Kevin Garnett léku báðir mjög vel í nóttNordicPhotos/GettyImagesChauncey Billups, sem hefur reyndar átt við meiðsli að stríða, var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Richard Hamilton skoraði 25 stig. Rasheed Wallace bætti við 18 stigum, en hann skoraði þau öll úr þriggja stiga skotum."Perkins fór illa með okkur í fráköstunum. Garnett spilaði vel, Rondo fann alltaf opna manninn og Allen spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni. Þeir fengu toppframlag frá fjórum mönnum í kvöld," sagði skúffaður Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leikinn.Liðin voru jöfn að stigum 23-23 eftir fyrsta leikhlutann og Boston hafði nauma sex stiga forystu í hálfleik. Heimamenn bættu svo við í þriðja leikhlutanum og það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem kom dálítið fát á heimamenn, sem hleypti gestunum inn í leikinn."Við vissum vel hve gríðarlega mikilvægur þessi leikur var," sagði Kevin Garnett, sem setti persónulegt met í stigaskori í úrslitakeppninni í ár. "Við hefðum málað okkur út í horn ef við hefðum ekki unnið, því Detroit er mjög reynt lið sem er ýmsu vant. Nú þurfum við bara að fara til Detroit og reyna að stela næsta leik," sagði Garnett.Tölfræði leiksinsNBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira