Bændur í kaupstaðarferð Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 2. júlí 2008 06:00 Eftir einangrun á ísaköldu landi í þúsund ár eru núna næstum öll heimsins gæði innan seilingar. Loks getum við úðað í okkur alls kyns croissant og latte, parmesan og sushi. Verið viðstöðulaust móðins með hjálp Zöru og Vero Moda án þess að fara á hausinn. Eitt höfuðvígi tískuneyslunnar er þó óunnið en þar koma flugfélögin til bjargar því án verslana H&M væru margir naktir alla daga. Síðar á ævinni verða sumarfríin aftur slökunarferðir þar sem ég dóla í tímaleysi á hælaháum sandölum, með eina dúllulega ferðatösku og handsnyrtingu á heimsmælikvarða. Akkúrat núna gætu fríin hins vegar verið liður í þjálfunarbúðum fyrir lífverði drottningar. Áfangastaðurinn þarf umfram allt að vera barnvænn og mikilvægt að hafa greiðan aðgang að þvottavél. Verkefnið krefst handstyrks og geðprýði. Auk þess hæfni tveggja til að höndla fjórar ferðatöskur, tvær kerrur og bakpoka, bras og stúss, sífelldar nestissmurningar, snýtingar og klósettferðir lítilla grísa þegar síst skyldi. Hafa líka ætíð til reiðu aukapeysur, aukasokka og aukasnuddur. Djúpar samræður á veitingahúsum fá að bíða því nú er aðalatriðið að koma í veg fyrir að verða vísað af staðnum vegna óspekta. Dagskráin fer annars eftir veðri og stemningu: Tívolí, dýragarðurinn og svo auðvitað H&M sem hefur árum saman séð um uppistöðuna í fataskápum heimilisins. Þennan árlega innkaupadag uppgötvaði ég þar sem við stóðum í anddyri verslunarinnar að með stöku undantekningum var öll fjölskyldan einmitt dressuð upp í H&M-tískunni frá í fyrra. Í einni svipan var ljóst að við verslum ævinlega í sömu búð, árviss eins og bóndi í kaupstað fyrir jólin. Í ofanálag kom í ljós að pilsið mitt fékkst nú með 50% afslætti, jakkinn 70%. Nú var samt að duga eða drepast, loks kom sér vel sú þjálfun að geta samtímis ýtt kerru og ferðatösku, borgað strætófargjald og matað jógúrt með plastskeið á hjörum. Með augu eins og kamelljón skutumst við á milli rekkanna, hrifsuðum, mátum og mátuðum. Á mettíma voru innkaupin í höfn, pokafólkið rogaðist klyfjað út, lukkulegt með uppgripin. Þegar M&M og Toblerone fór að fást í öllum sjoppum en ekki bara í fríhöfninni missti það sjarmann umsvifalaust. Doldið gott að hafa ennþá H&M bara í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Eftir einangrun á ísaköldu landi í þúsund ár eru núna næstum öll heimsins gæði innan seilingar. Loks getum við úðað í okkur alls kyns croissant og latte, parmesan og sushi. Verið viðstöðulaust móðins með hjálp Zöru og Vero Moda án þess að fara á hausinn. Eitt höfuðvígi tískuneyslunnar er þó óunnið en þar koma flugfélögin til bjargar því án verslana H&M væru margir naktir alla daga. Síðar á ævinni verða sumarfríin aftur slökunarferðir þar sem ég dóla í tímaleysi á hælaháum sandölum, með eina dúllulega ferðatösku og handsnyrtingu á heimsmælikvarða. Akkúrat núna gætu fríin hins vegar verið liður í þjálfunarbúðum fyrir lífverði drottningar. Áfangastaðurinn þarf umfram allt að vera barnvænn og mikilvægt að hafa greiðan aðgang að þvottavél. Verkefnið krefst handstyrks og geðprýði. Auk þess hæfni tveggja til að höndla fjórar ferðatöskur, tvær kerrur og bakpoka, bras og stúss, sífelldar nestissmurningar, snýtingar og klósettferðir lítilla grísa þegar síst skyldi. Hafa líka ætíð til reiðu aukapeysur, aukasokka og aukasnuddur. Djúpar samræður á veitingahúsum fá að bíða því nú er aðalatriðið að koma í veg fyrir að verða vísað af staðnum vegna óspekta. Dagskráin fer annars eftir veðri og stemningu: Tívolí, dýragarðurinn og svo auðvitað H&M sem hefur árum saman séð um uppistöðuna í fataskápum heimilisins. Þennan árlega innkaupadag uppgötvaði ég þar sem við stóðum í anddyri verslunarinnar að með stöku undantekningum var öll fjölskyldan einmitt dressuð upp í H&M-tískunni frá í fyrra. Í einni svipan var ljóst að við verslum ævinlega í sömu búð, árviss eins og bóndi í kaupstað fyrir jólin. Í ofanálag kom í ljós að pilsið mitt fékkst nú með 50% afslætti, jakkinn 70%. Nú var samt að duga eða drepast, loks kom sér vel sú þjálfun að geta samtímis ýtt kerru og ferðatösku, borgað strætófargjald og matað jógúrt með plastskeið á hjörum. Með augu eins og kamelljón skutumst við á milli rekkanna, hrifsuðum, mátum og mátuðum. Á mettíma voru innkaupin í höfn, pokafólkið rogaðist klyfjað út, lukkulegt með uppgripin. Þegar M&M og Toblerone fór að fást í öllum sjoppum en ekki bara í fríhöfninni missti það sjarmann umsvifalaust. Doldið gott að hafa ennþá H&M bara í útlöndum.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun