Viðskipti innlent

Krónan lækkar eftir stýrivaxtahækkun

Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,38 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 147,5 stigum. Vísitalan fór hæst í rúm 158 stig skömmu eftir páska og hefur hún því styrkst um rúm 6,6 prósent síðan þá.

Bandaríkjadalur kostar samkvæmt þessu 72,5 krónur, breskt pund 143,8 krónur og evra 115,3 krónur. Þegar krónan lækkaði hratt beggja vegna páskanna fór evran hæst í rúmar 123 krónur. 

Þegar gengi lækkaði hratt dagana fyrir páska brást Seðlabankinn við með hækkun stýrivaxta upp á 1,25 prósentustig. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í morgun og standa stýrivextir nú í 15,5 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×