Erlent

Fólksflóttinn heldur áfram í Zimbabwe

Óli Tynes skrifar
Það var slegist um pláss í biðröð við innflytjendaskrifstofu við landamærin að Suður-Afríku í dag.
Það var slegist um pláss í biðröð við innflytjendaskrifstofu við landamærin að Suður-Afríku í dag.

Þrátt fyrir að undirritaður hafi verið samningur um valdaskiptingu í Zimbabwe virðast landsmenn ekki bjartsýnir á framtíðina.

Þeir halda áfram að flýja í hrönnum og leita aðallega skjóls í Suður-Afríku.

Samkvæmt samningnum verður Robert Mugabe áfram forseti en Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar verður forsætisráðherra.

Þessi samningur er talinn veikburða enda hefur Mugabe lýst því yfir að hann sé niðurlægjandi fyrir sig. Menn óttast því að sá gamli hafi ekki í hyggju að fara eftir honum.

Jafnvel þótt samningurinn haldi er langt í land með að lífið skáni í Zimbabwe. Verðbólga er þar 11 milljón prósent og skortur á flestum nauðsynjavörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×