LA Lakers í úrslitin 30. maí 2008 05:07 Los Angeles Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með 100-92 sigri á meisturum San Antonio Spurs í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar. Lakers vann einvígið örugglega 4-1 og mætir Boston eða Detroit í lokaúrslitum. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2004 sem Lakers-liðið vinnur sér sæti í lokaúrslitum, eða síðan Shaquille O´Neal lék með liðinu. Lakers tapaði fyrir Detroit í úrslitunum árið 2004, en vann titilinn þrjú ár í röð á árunum 2000-02. Um tíma leit alls ekki út fyrir að Lakers-liði næði að klára dæmið á heimavelli sínum í nótt, því San Antonio byrjaði mun betur og náði mest 17 stiga forystu. Rétt eins og í fyrsta leik liðanna, þar sem San Antonio náði 20 stiga forystu í Los Angeles, voru þó heimamenn sterkari og sigu fram úr á lokasprettinum. Bryant heitur Kobe Bryant fór fyrir liði Lakers eins og svo oft áður og skoraði 17 af 39 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Lakers hefur aðeins tapað þremur leikjum í úrslitakeppninni, hefur unnið alla átta heimaleiki sína og hefur raunar ekki tapað leik á heimavelli í tvo mánuði. "Þetta er að mínu mati frábært afrek, því Vesturdeildin er gríðarlega sterk. Við erum allir mjög spenntir og stoltir yfir þessum árangri. Nú er bara að sjá hvort við getum klárað verkefnið," sagði Kobe Bryant eftir leikinn. Lamar Odom skoraði 13 stig og hirti 8 fráköst fyrir Lakers og Spánverjinn Pau Gasol skoraði 12 stig og hirti 19 fráköst, þar af 9 í sókninni. Þrenna Duncan nægði ekki Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio með 23 stig og Tim Duncan var með þrefalda tvennu - skoraði 19 stig, hirti 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Manu Ginobili, eitt helsta vopn San Antonio í sóknarleiknum, var áfram skugginn af sjálfum sér og skoraði aðeins 9 stig. Tim Duncan var bjartsýnn þegar hann hitti fjölmiðlamenn að máli eftir leikinn. "Við förum bara að gíra okkur upp fyrir næsta tímabil. Þetta var fínt ár hjá okkur, en við vorum bara ekki alveg nógu góðir á köflum," sagði þessi fjórfaldi NBA meistari. Þeir voru bara betri Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, sagði að betra liðið hefði unnið einvígið. "Mér fannst við spila ágætlega, en við náðum okkur aldrei almennilega á strik sóknarlega og það eru viss vonbrigði. Mikið af því hefur vissulega með Lakers-liðið að gera. Við mættum bara liði sem var betra að þessu sinni. Í sjö leikja séríu er það alltaf betra liðið sem vinnur fjóra leiki," sagði Popovich. Boston eða Detroit?Kobe Bryant og Tim Duncan fallast í faðma eftir leikinnNordicPhotos/GettyImagesNú er ljóst að Lakers-liðið fær að minnsta kosti einnar viku hvíld fyrir átökin í lokaúrslitunum, en fyrsti leikur á dagskrá þar er á fimmtudagskvöldið í næstu viku.Fyrsti leikurinn í lokaúrslitunum fer fram í Boston eða Detroit, en bæði þessi lið voru með betra vinningshlutfall en Lakers og fá því fyrstu tvo leiki sína á heimavelli þegar kemur að lokaúrslitunum. Næstu þrír leikir verða svo í Los Angeles og tveir síðustu á austurströndinni ef til kemur.Lakers mætti Detroit síðast í lokaúrslitum árið 2004 og þá hafði Detroit betur. Lakers liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan þá fyrr en það sló Denver út 4-0 í fyrstu umferðinni á dögunum.Lakers og Boston hafa hinsvegar mæst alls tíu sinnum í lokaúrslitum í sögunni. Boston vann átta fyrstu einvígin, en Lakers vann tvö síðustu, árin 1985 og 1987. Boston hefur ekki komist í lokaúrslit síðan þá.Jackson í sögubækur?Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, getur orðið sigursælasti þjálfari í sögu NBA ef lið hans hefur betur í lokaúrslitunum. Hann hefur unnið níu meistaratitla sem þjálfari - jafn marga og goðsögnin Red Auerbach hjá Boston.Detroit-Boston í nóttBoston hefur yfir 3-2 gegn Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar og getur liðið því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í sjötta leiknum í Detroit í nótt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 00:30 í nótt.Komi til oddaleiks í einvíginu fer hann fram í Boston á sunnudagskvöldið. NBA Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Los Angeles Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með 100-92 sigri á meisturum San Antonio Spurs í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar. Lakers vann einvígið örugglega 4-1 og mætir Boston eða Detroit í lokaúrslitum. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2004 sem Lakers-liðið vinnur sér sæti í lokaúrslitum, eða síðan Shaquille O´Neal lék með liðinu. Lakers tapaði fyrir Detroit í úrslitunum árið 2004, en vann titilinn þrjú ár í röð á árunum 2000-02. Um tíma leit alls ekki út fyrir að Lakers-liði næði að klára dæmið á heimavelli sínum í nótt, því San Antonio byrjaði mun betur og náði mest 17 stiga forystu. Rétt eins og í fyrsta leik liðanna, þar sem San Antonio náði 20 stiga forystu í Los Angeles, voru þó heimamenn sterkari og sigu fram úr á lokasprettinum. Bryant heitur Kobe Bryant fór fyrir liði Lakers eins og svo oft áður og skoraði 17 af 39 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Lakers hefur aðeins tapað þremur leikjum í úrslitakeppninni, hefur unnið alla átta heimaleiki sína og hefur raunar ekki tapað leik á heimavelli í tvo mánuði. "Þetta er að mínu mati frábært afrek, því Vesturdeildin er gríðarlega sterk. Við erum allir mjög spenntir og stoltir yfir þessum árangri. Nú er bara að sjá hvort við getum klárað verkefnið," sagði Kobe Bryant eftir leikinn. Lamar Odom skoraði 13 stig og hirti 8 fráköst fyrir Lakers og Spánverjinn Pau Gasol skoraði 12 stig og hirti 19 fráköst, þar af 9 í sókninni. Þrenna Duncan nægði ekki Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio með 23 stig og Tim Duncan var með þrefalda tvennu - skoraði 19 stig, hirti 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Manu Ginobili, eitt helsta vopn San Antonio í sóknarleiknum, var áfram skugginn af sjálfum sér og skoraði aðeins 9 stig. Tim Duncan var bjartsýnn þegar hann hitti fjölmiðlamenn að máli eftir leikinn. "Við förum bara að gíra okkur upp fyrir næsta tímabil. Þetta var fínt ár hjá okkur, en við vorum bara ekki alveg nógu góðir á köflum," sagði þessi fjórfaldi NBA meistari. Þeir voru bara betri Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, sagði að betra liðið hefði unnið einvígið. "Mér fannst við spila ágætlega, en við náðum okkur aldrei almennilega á strik sóknarlega og það eru viss vonbrigði. Mikið af því hefur vissulega með Lakers-liðið að gera. Við mættum bara liði sem var betra að þessu sinni. Í sjö leikja séríu er það alltaf betra liðið sem vinnur fjóra leiki," sagði Popovich. Boston eða Detroit?Kobe Bryant og Tim Duncan fallast í faðma eftir leikinnNordicPhotos/GettyImagesNú er ljóst að Lakers-liðið fær að minnsta kosti einnar viku hvíld fyrir átökin í lokaúrslitunum, en fyrsti leikur á dagskrá þar er á fimmtudagskvöldið í næstu viku.Fyrsti leikurinn í lokaúrslitunum fer fram í Boston eða Detroit, en bæði þessi lið voru með betra vinningshlutfall en Lakers og fá því fyrstu tvo leiki sína á heimavelli þegar kemur að lokaúrslitunum. Næstu þrír leikir verða svo í Los Angeles og tveir síðustu á austurströndinni ef til kemur.Lakers mætti Detroit síðast í lokaúrslitum árið 2004 og þá hafði Detroit betur. Lakers liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan þá fyrr en það sló Denver út 4-0 í fyrstu umferðinni á dögunum.Lakers og Boston hafa hinsvegar mæst alls tíu sinnum í lokaúrslitum í sögunni. Boston vann átta fyrstu einvígin, en Lakers vann tvö síðustu, árin 1985 og 1987. Boston hefur ekki komist í lokaúrslit síðan þá.Jackson í sögubækur?Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, getur orðið sigursælasti þjálfari í sögu NBA ef lið hans hefur betur í lokaúrslitunum. Hann hefur unnið níu meistaratitla sem þjálfari - jafn marga og goðsögnin Red Auerbach hjá Boston.Detroit-Boston í nóttBoston hefur yfir 3-2 gegn Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar og getur liðið því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í sjötta leiknum í Detroit í nótt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 00:30 í nótt.Komi til oddaleiks í einvíginu fer hann fram í Boston á sunnudagskvöldið.
NBA Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira