Átta marka sigur Íslands Elvar Geir Magnússon skrifar 19. júlí 2008 15:42 Snorri Steinn skýtur að marki. Íslenska handboltalandsliðið vann átta marka sigur á Spáni 35-27 í Vodafone-höllinni í dag. Liðið byrjaði illa en komst í gírinn um miðjan fyrri hálfleik og hafði eins marks forystu í leikhléi. Í seinni hálfleik var sigur Íslands aldrei í hættu. Alexander Petersson skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Ísland - Spánn 35-27 Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1. _________ 17:40 Leik er lokið. Glæsilegur sigur íslenska liðsins og þeir kveðja klakann með stæl. 35.27. 17:37 Leikurinn er að fjara út og sigur Íslands er í höfn. Þess má geta að dómarar leiksins eru þýsku Methe bræðurnir og hafa þeir staðið sig með stakri prýði. 17:32 Minnum á að markaskorarar eru uppfærðir neðst á síðunni. 17:27 Tíu mínútur til leiksloka og íslenska liðið með sjö marka forystu. 17:24 Alexander Petersson, vélmennið, var að skora sitt áttunda mark. 17:20 Sex marka munur sem stendur 27-21. Íslenska liðið með öll tök. 17:19 Allt gengur upp hjá íslenska liðinu þessa stundina! Alexander Petersson er kominn með sjö mörk.17:14 Logi Geirsson hefur verið heitur hér í seinni hálfleik og er kominn með fjögur mörk. Björgvin Páll Gustavsson er kominn í markið en Hreiðar Guðmundsson varði tíu skot í dag. 17:11 Alexander Petersson er orðinn markahæstur í íslensku liðinu. Hann var að skora sitt gjórða mark og koma Íslandi í 20-19. Spánverjar jöfnuðu svo úr víti. 17:05 Logi Geirsson skorar tvö mörk í röð og kemur Íslandi í 18-16. Hans fyrstu mörk í leiknum. 17:04 Arnór Atlason tekur ekki meiri þátt í þessum leik. Hann haltraði af velli rétt áðan. 17:02 Seinni hálfleikur er hafinn. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Ólafur Stefánsson 3, Alexander Petersson 3, Bjarni Fritzson 2, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. 16:49 Það er kominn hálfleikur og íslenska liðið leiðir með einu marki 16-15. Spánverjar byrjuðu mun betur og náði góðri forystu. Svo hrökk íslenska liðið skyndilega í gang og skoraði átta mörk í röð. Magnað. 16:43 Íslenska liðið skoraði átta mörk í röð! Ótrúleg umskipting. 16:41 Eftir slaka byrjun hefur heldur betur lifnað yfir leik íslenska liðsins. Minnum á að haldið er utan um markaskorar hér neðst. Alexander að jafna með tveimur mörkum í röð! 16:38 Arnór Atlason að koma sterkur inn og kominn með tvö mörk í röð. Þriggja marka munur. 16:35 Leikur íslenska liðsins að sem af er hefur ekki staðið undir væntingum. 22 mínútur eru liðnar staðan 9-14. 16:30 Sóknarleikur Íslands hefur gengið virkilega erfiðlega og Spánverjar ráða ferðinni. Staðan 7-13. 16:24 Ólafur Stefánsson er markahæstur í íslenska liðinu með þrjú mörk. Hreiðar í markinu er kominn með fimm skot varin. 16:22 Gaman að því að stuðningsmenn Keflavíkur og Vals hafa sameinast á áhorfendapöllunum. Þeir voru að styðja sín lið í Landsbankadeildinni áðan en eru nú komnir inn og halda uppi stuðinu saman. Áfram Ísland. 16:20 Spánverjar hafa náð tökunum og eru komnir í vænlega stöðu. 16:17 Það er jafnt á öllum tölum hér og liðin bara skiptast bróðurlega á að skora. Róbert Gunnarsson var að koma sér á blað með því að skora í tómt markið. Markvörður Spánar fór í skógarhlaup. 16:13 Sigfús Sigurðsson kom Íslandi í 2-1. Bendi á að haldið er utan um markaskorara Íslands hér neðst undir textalýsingunni. Spánn jafnaði í 2-2. 16:11 Spánverjar skoruðu fyrsta mark leiksins og fengu síðan vítakast. En Hreiðar Guðmundsson sem byrjar í markinu varði það. Ólafur Stefánsson jafnaði í 1-1. 16:08 Nú er leikurinn loks farinn af stað. 16:03 Leikurinn er enn ekki hafinn en verið er að veita Guðjón Val Sigurðssyni blómvönd þar sem hann er að leika sinn 200. landsleik. Svo eru það þjóðsöngvarnir góðu.16:00 Verið er að kynna liðin til leiks undir magnaðri transtónlist. Fyrri vináttulandsleikur þessara liða fór fram í gær og þar unnu Spánverjar 35-34. _________ Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1. Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hverjum mæta strákarnir okkar á EM? Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann átta marka sigur á Spáni 35-27 í Vodafone-höllinni í dag. Liðið byrjaði illa en komst í gírinn um miðjan fyrri hálfleik og hafði eins marks forystu í leikhléi. Í seinni hálfleik var sigur Íslands aldrei í hættu. Alexander Petersson skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Ísland - Spánn 35-27 Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1. _________ 17:40 Leik er lokið. Glæsilegur sigur íslenska liðsins og þeir kveðja klakann með stæl. 35.27. 17:37 Leikurinn er að fjara út og sigur Íslands er í höfn. Þess má geta að dómarar leiksins eru þýsku Methe bræðurnir og hafa þeir staðið sig með stakri prýði. 17:32 Minnum á að markaskorarar eru uppfærðir neðst á síðunni. 17:27 Tíu mínútur til leiksloka og íslenska liðið með sjö marka forystu. 17:24 Alexander Petersson, vélmennið, var að skora sitt áttunda mark. 17:20 Sex marka munur sem stendur 27-21. Íslenska liðið með öll tök. 17:19 Allt gengur upp hjá íslenska liðinu þessa stundina! Alexander Petersson er kominn með sjö mörk.17:14 Logi Geirsson hefur verið heitur hér í seinni hálfleik og er kominn með fjögur mörk. Björgvin Páll Gustavsson er kominn í markið en Hreiðar Guðmundsson varði tíu skot í dag. 17:11 Alexander Petersson er orðinn markahæstur í íslensku liðinu. Hann var að skora sitt gjórða mark og koma Íslandi í 20-19. Spánverjar jöfnuðu svo úr víti. 17:05 Logi Geirsson skorar tvö mörk í röð og kemur Íslandi í 18-16. Hans fyrstu mörk í leiknum. 17:04 Arnór Atlason tekur ekki meiri þátt í þessum leik. Hann haltraði af velli rétt áðan. 17:02 Seinni hálfleikur er hafinn. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Ólafur Stefánsson 3, Alexander Petersson 3, Bjarni Fritzson 2, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. 16:49 Það er kominn hálfleikur og íslenska liðið leiðir með einu marki 16-15. Spánverjar byrjuðu mun betur og náði góðri forystu. Svo hrökk íslenska liðið skyndilega í gang og skoraði átta mörk í röð. Magnað. 16:43 Íslenska liðið skoraði átta mörk í röð! Ótrúleg umskipting. 16:41 Eftir slaka byrjun hefur heldur betur lifnað yfir leik íslenska liðsins. Minnum á að haldið er utan um markaskorar hér neðst. Alexander að jafna með tveimur mörkum í röð! 16:38 Arnór Atlason að koma sterkur inn og kominn með tvö mörk í röð. Þriggja marka munur. 16:35 Leikur íslenska liðsins að sem af er hefur ekki staðið undir væntingum. 22 mínútur eru liðnar staðan 9-14. 16:30 Sóknarleikur Íslands hefur gengið virkilega erfiðlega og Spánverjar ráða ferðinni. Staðan 7-13. 16:24 Ólafur Stefánsson er markahæstur í íslenska liðinu með þrjú mörk. Hreiðar í markinu er kominn með fimm skot varin. 16:22 Gaman að því að stuðningsmenn Keflavíkur og Vals hafa sameinast á áhorfendapöllunum. Þeir voru að styðja sín lið í Landsbankadeildinni áðan en eru nú komnir inn og halda uppi stuðinu saman. Áfram Ísland. 16:20 Spánverjar hafa náð tökunum og eru komnir í vænlega stöðu. 16:17 Það er jafnt á öllum tölum hér og liðin bara skiptast bróðurlega á að skora. Róbert Gunnarsson var að koma sér á blað með því að skora í tómt markið. Markvörður Spánar fór í skógarhlaup. 16:13 Sigfús Sigurðsson kom Íslandi í 2-1. Bendi á að haldið er utan um markaskorara Íslands hér neðst undir textalýsingunni. Spánn jafnaði í 2-2. 16:11 Spánverjar skoruðu fyrsta mark leiksins og fengu síðan vítakast. En Hreiðar Guðmundsson sem byrjar í markinu varði það. Ólafur Stefánsson jafnaði í 1-1. 16:08 Nú er leikurinn loks farinn af stað. 16:03 Leikurinn er enn ekki hafinn en verið er að veita Guðjón Val Sigurðssyni blómvönd þar sem hann er að leika sinn 200. landsleik. Svo eru það þjóðsöngvarnir góðu.16:00 Verið er að kynna liðin til leiks undir magnaðri transtónlist. Fyrri vináttulandsleikur þessara liða fór fram í gær og þar unnu Spánverjar 35-34. _________ Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1.
Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hverjum mæta strákarnir okkar á EM? Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn