Mynd um fatlaða uppistandara 13. nóvember 2008 05:30 Hjólastólasveitin er skipuð Ágústu Skúladóttur, Ásu Hildi Guðjónsdóttur, Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur, Guðríði Ólafsdóttur, Erni Sigurðssyni og Leifi Leifssyni. fréttablaðið/arnþór Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir undirbýr nú heimildarmynd um uppistandshópinn Hjólastólasveitina, sem hefur vakið mikla athygli síðan hann var stofnaður fyrir einu ári. Hópurinn, sem hefur skemmt í mörgum bæjarfélögum, hefur sett stefnuna á ferð um landið þar sem heimildarmyndin verður tekin upp í leiðinni. „Þegar við vorum á Akureyri lentum við í mörgum ævintýrum. Við vorum með okkar eigin „vasakameru" og þar kom á daginn að það væri ofboðslega mikið efni sem myndi fylgja okkur," segir Ágústa. Ein uppákoman sem hópurinn lenti í var þegar hann ætlaði út að borða. „Þar voru fjórir veitingastaðir og einn þeirra var með stærsta klósettið fyrir fatlaða á landinu en hjólastólarnir komust ekki inn á veitingastaðinn. Á öðrum komumst við inn en þar var ekki góð klósettaðstaða. Síðan þar sem bæði atriðin voru í lagi var dýrasti veitingastaðurinn," segir hún. Hentaði það vitaskuld illa fyrir öryrkjana sem hafa jafnan lítið fé á milli handanna. Ágústa segir að uppistandararnir fjalli um allt á milli himins og jarðar og séu síður en svo að barma sér. „Þetta er kolsvartur húmor og hárbeittur. Þau gera mikið grín að sér og sínu lífi enda þarf fólk að halda í húmorinn á öllum tímum til að þrauka, ekki síst nú til dags." Næsta uppistand Hjólastólasveitarinnar verður í Iðnó á sunnudagskvöld klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan átta og er miðaverð 1.000 krónur. - fb Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir undirbýr nú heimildarmynd um uppistandshópinn Hjólastólasveitina, sem hefur vakið mikla athygli síðan hann var stofnaður fyrir einu ári. Hópurinn, sem hefur skemmt í mörgum bæjarfélögum, hefur sett stefnuna á ferð um landið þar sem heimildarmyndin verður tekin upp í leiðinni. „Þegar við vorum á Akureyri lentum við í mörgum ævintýrum. Við vorum með okkar eigin „vasakameru" og þar kom á daginn að það væri ofboðslega mikið efni sem myndi fylgja okkur," segir Ágústa. Ein uppákoman sem hópurinn lenti í var þegar hann ætlaði út að borða. „Þar voru fjórir veitingastaðir og einn þeirra var með stærsta klósettið fyrir fatlaða á landinu en hjólastólarnir komust ekki inn á veitingastaðinn. Á öðrum komumst við inn en þar var ekki góð klósettaðstaða. Síðan þar sem bæði atriðin voru í lagi var dýrasti veitingastaðurinn," segir hún. Hentaði það vitaskuld illa fyrir öryrkjana sem hafa jafnan lítið fé á milli handanna. Ágústa segir að uppistandararnir fjalli um allt á milli himins og jarðar og séu síður en svo að barma sér. „Þetta er kolsvartur húmor og hárbeittur. Þau gera mikið grín að sér og sínu lífi enda þarf fólk að halda í húmorinn á öllum tímum til að þrauka, ekki síst nú til dags." Næsta uppistand Hjólastólasveitarinnar verður í Iðnó á sunnudagskvöld klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan átta og er miðaverð 1.000 krónur. - fb
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein