Gósentíð hjá hnökkunum Dr. Gunni skrifar 23. apríl 2008 05:00 Danstónlistin vinsælli en rokkið. Svali á FM957 man tímana tvenna enda með elstu hnökkum landsins. Vísir/Pjetur Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum. „Já, það er gósentíð og okkur gengur vel,“ segir Svali á FM. Hann man tímana tvenna enda elsti starfsmaður stöðvarinnar, hefur verið með síðan 1991. „X-ið var lengi álíka vinsælt og við í könnunum. Ég held að núna sé bara tímabil sem líkist því sem var í gangi sirka 1993 þegar Prodigy var að koma upp. Danstónlistin er einfaldlega vinsælli en rokkið núna. En þetta á örugglega eftir að breytast eins og gerðist á sínum tíma. Ég spái rokksveiflu aftur eftir tvö ár.“ Svali telur skýringuna líka geta legið í því að rokkarar og hnakkar eru ólíkar manngerðir. „Rokkarar eru jaðarhópur sem er erfiðara að selja auglýsingar. Og án auglýsinga er minna lagt í útvarpsstöðina þína. Rokkarar eru minna uppteknir af neyslunni. Þeir eru sjálfum sér nógir og láta ekki segja sér hvað er vinsælt eða hvað á að verða vinsælt næst. Áherslur okkar hóps eru á öðrum sviðum. Okkar fólki finnst bara þægilegt að vera matað á vinsælli músik en hefur í staðinn mun sterkari skoðanir á því hvar það á að kaupa jakkann sinn.“ Hlustendaverðlaun FM957 fara fram laugardaginn 3. maí. Mikið verður um dýrðir og þessa dagana getur almenningur kosið á milli flytjenda á heimasíðunni fm957.is. Þetta eru því mun lýðræðislegri verðlaun en Hin íslensku tónlistarverðlaun. Svali segir viðbrögðin „rosafín“. Svo eru það tónleikarnir. Fedde Le Grand heldur uppi stuðinu í kvöld á Broadway. Þessi hollenski plötusnúður og lagahöfundur hefur átt þrjú topplög á FM957 og er því sannarlega aufúsugestur. Næsti stórhnakki til að heiðra klakann er svo hinn sænski Eric Prydz en hann er frægastur fyrir „eróbikmyndbandið“ við smellinn Call on Me. Mercedez Club hafði þetta vídeó ekki síst í huga þegar „kynþokkafyllsta myndband í heimi“ var búið til. Eric verður á Broadway 17. maí. Sem sagt, brjálæðislega góðir tímar fyrir hnakkana! Hlustendaverðlaunin Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira
Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum. „Já, það er gósentíð og okkur gengur vel,“ segir Svali á FM. Hann man tímana tvenna enda elsti starfsmaður stöðvarinnar, hefur verið með síðan 1991. „X-ið var lengi álíka vinsælt og við í könnunum. Ég held að núna sé bara tímabil sem líkist því sem var í gangi sirka 1993 þegar Prodigy var að koma upp. Danstónlistin er einfaldlega vinsælli en rokkið núna. En þetta á örugglega eftir að breytast eins og gerðist á sínum tíma. Ég spái rokksveiflu aftur eftir tvö ár.“ Svali telur skýringuna líka geta legið í því að rokkarar og hnakkar eru ólíkar manngerðir. „Rokkarar eru jaðarhópur sem er erfiðara að selja auglýsingar. Og án auglýsinga er minna lagt í útvarpsstöðina þína. Rokkarar eru minna uppteknir af neyslunni. Þeir eru sjálfum sér nógir og láta ekki segja sér hvað er vinsælt eða hvað á að verða vinsælt næst. Áherslur okkar hóps eru á öðrum sviðum. Okkar fólki finnst bara þægilegt að vera matað á vinsælli músik en hefur í staðinn mun sterkari skoðanir á því hvar það á að kaupa jakkann sinn.“ Hlustendaverðlaun FM957 fara fram laugardaginn 3. maí. Mikið verður um dýrðir og þessa dagana getur almenningur kosið á milli flytjenda á heimasíðunni fm957.is. Þetta eru því mun lýðræðislegri verðlaun en Hin íslensku tónlistarverðlaun. Svali segir viðbrögðin „rosafín“. Svo eru það tónleikarnir. Fedde Le Grand heldur uppi stuðinu í kvöld á Broadway. Þessi hollenski plötusnúður og lagahöfundur hefur átt þrjú topplög á FM957 og er því sannarlega aufúsugestur. Næsti stórhnakki til að heiðra klakann er svo hinn sænski Eric Prydz en hann er frægastur fyrir „eróbikmyndbandið“ við smellinn Call on Me. Mercedez Club hafði þetta vídeó ekki síst í huga þegar „kynþokkafyllsta myndband í heimi“ var búið til. Eric verður á Broadway 17. maí. Sem sagt, brjálæðislega góðir tímar fyrir hnakkana!
Hlustendaverðlaunin Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira