Lífið

Rauður dregill hjá FM957

Freyr Bjarnason skrifar
Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarstjóri FM 957, á von á skemmtilegu kvöldi í Háskólabíói.
Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarstjóri FM 957, á von á skemmtilegu kvöldi í Háskólabíói.
Hlustendaverðlaun FM 957 verða afhent í tíunda sinn í Háskólabíói í kvöld og verður athöfnin í beinni útsendingu á Stöð 2 og Visir.is, auk þess sem henni verður útvarpað beint á FM 957.

Allt fram að hátíðinni munu þeir Brynjar Már og Heiðar Austmann taka púlsinn á helstu poppurum landsins í útvarpinu og fara yfir tilnefningarnar og hátíðina í heild sinni. Rauðum dregli verður síðan rúllað fram fyrir hina tilnefndu eins og undanfarin ár.

„Þetta er ofboðslega stórt skref fyrir okkur. Við erum að fara í þúsund manna sal og ætlum að hafa þetta á laugardagskvöldi. Síðan höfum við aldrei verið í beinni á Stöð 2 og það í opinni dagskrá, en ég er rosalega ánægður,“ segir Brynjar Már, sem játar að stressið hafi verið mikið undanfarnar vikur.

Alls verða níu verðlaun afhent í kvöld og eins og nafn keppninnar gefur til kynna eru það hlustendur FM 957 sem velja sigurvegarana og kemur engin dómnefnd þar nærri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.