Erlent

Neita miklu mannfalli óbreyttra borgara

Óli Tynes skrifar

Bandaríkjamenn hafna því að 96 óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárásum í Afganistan í síðasta mánuði. Sú tala er frá stjórnvöldum í Afganistan og studd af Sameinuðu þjóðunum.

Bandaríkjamenn segja að þeirra eigin rannsókn sýni að 30-35 Talibanar hafi fallið í árásunum og fimm til sjö óbreyttir borgarar. Nokkrir borgarar til viðbótar hafi særst og fengið aðhlynningu hjá bandarískum hermönnum.

Bandaríkjamenn segjast styðja við videomyndir sem teknar voru fyrir og eftir árásirnar og á meðan á þeim stóð.

Afgöng stjórnvöld segja að yfir 500 óbreyttir borgarar hafi fallið í hernaðaraðgerðum afganskra og erlendra hersveita það sem af er þessu ári. Vaxandi reiði er í landinu vegna þessarar blóðtöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×