Skemmtilegir markaðir á Indlandi og í Kína, segir Jón Ásgeir 14. apríl 2008 12:54 Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs. Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákærur á hendur Baugi Group á ný. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, fyrir um stundarfjórðungi í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC. Þá sagðist hann einnig telja að ákærurnar væru lagðar fram á pólitískum forsendum. Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Jón Ásgeir færi fyrir Baugi Group, sem væri að undirbúa mikið kaupæði. Jón Ásgeir sagði að þrátt fyrir samdrátt í smásölu og þrengingar á fjármálamörkuðum þá væru áhugavert að horfa til góðra fyrirtækja. „Við fjárfestum ekki til árs í senn, heldur horfum til lengri tíma. Núna gætu því verið áhugaverðir tímar," segir hann og kveður Baug horfa til sterkra vörumerkja á alþjóðamarkaði þegar kemur að fjárfestingum.Rætt var um kaupskaparþingið í Barcelona, sem fram fór í síðustu viku en Jón Ásgeir var þar einn af ræðumönnum, vöxt í netverslun og vöxt Baugs almennt.„Við sjáum skemmtilega markaði opnast svo sem á Indlandi og í Kína, en þar er vöxtur svo hraður að maður er að tapa markaðshlutdeild, ef ársvöxtur fyrirtækisins er innan við 30 prósent," sagði hann.Jón vakti athygli á því að breska verslanakeðjan Karen Millen verði stærri í Rússlandi á næsta ári en í Bretlandi. Karen Millen hefur aukið hratt við sig í bresku herrafataversluninni Moss Bros upp á síðkastið. Þar er Baugur fyrir í hluthafahópnum með 29 prósent og hefur flaggað óbindandi yfirtökutilboði í verslunina upp á 40 milljónir punda.Hægt er að horfa á viðtalið hér. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákærur á hendur Baugi Group á ný. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, fyrir um stundarfjórðungi í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC. Þá sagðist hann einnig telja að ákærurnar væru lagðar fram á pólitískum forsendum. Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Jón Ásgeir færi fyrir Baugi Group, sem væri að undirbúa mikið kaupæði. Jón Ásgeir sagði að þrátt fyrir samdrátt í smásölu og þrengingar á fjármálamörkuðum þá væru áhugavert að horfa til góðra fyrirtækja. „Við fjárfestum ekki til árs í senn, heldur horfum til lengri tíma. Núna gætu því verið áhugaverðir tímar," segir hann og kveður Baug horfa til sterkra vörumerkja á alþjóðamarkaði þegar kemur að fjárfestingum.Rætt var um kaupskaparþingið í Barcelona, sem fram fór í síðustu viku en Jón Ásgeir var þar einn af ræðumönnum, vöxt í netverslun og vöxt Baugs almennt.„Við sjáum skemmtilega markaði opnast svo sem á Indlandi og í Kína, en þar er vöxtur svo hraður að maður er að tapa markaðshlutdeild, ef ársvöxtur fyrirtækisins er innan við 30 prósent," sagði hann.Jón vakti athygli á því að breska verslanakeðjan Karen Millen verði stærri í Rússlandi á næsta ári en í Bretlandi. Karen Millen hefur aukið hratt við sig í bresku herrafataversluninni Moss Bros upp á síðkastið. Þar er Baugur fyrir í hluthafahópnum með 29 prósent og hefur flaggað óbindandi yfirtökutilboði í verslunina upp á 40 milljónir punda.Hægt er að horfa á viðtalið hér.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira