Viðskipti innlent

Hlutabréf niður í byrjun dags

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON. Gengi bréfa í sparisjóðnum leiddi lækkun í Kauphöllinni í byrjun dags.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON. Gengi bréfa í sparisjóðnum leiddi lækkun í Kauphöllinni í byrjun dags.

Hlutabréf SPRON, Glitnir, Existu og Straums féllu um rúm tvö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdu gengi allra banka og fjármálafyrirtækja. Samtals lækkaði gengi bréfa í ellefu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Minnsta lækkunin var á gengi bréfa í Össuri, sem fór niður um 0,54 prósentustig.

Einungis gengi hlutabréfa í færeysku félögunum Eik banka og Atlantic Airways hækkaði á sama tíma. Eik banki rauk upp um 3,95 prósent en flugfélagið um 0,23 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,88 prósent og stendur vísitalan í 5.348 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×