Erlent

Íran fjölgar kjarnorkuskilvindum

Óli Tynes skrifar

Íranir hafa fjölgað skilvindum sem þeir nota til þess að auðga úran um rúmlega 500 síðan í maí.

Þeir eru auk þess að bæta við 2000 skilvindum að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar.

Háttsettur embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði við Reuteer fréttastofuna að rannsókn samtakanna á kjarnorkuáætlun Írana sé nú stopp, þar sem Íranar neita allri samvinnu.

Í fyrrnefndri skýrslu segir að Íranar séu enn langt frá því að framleiða nógu mikið úran til þess að smíða kjarnorkusprengju, ef það sé það sem þeir stefna að.

Íranar segjast auðga úran í aðeins til að sinna orkuþörfum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×