Gulrótarlögmálið Hallgrímur Helgason skrifar 19. apríl 2008 09:00 Enn er Seðlabankinn í sviðsljósinu. Og enn á ný á röngum forsendum. Tilskipunum hans, sem áður var hlýtt í hljóði, er nú tekið með öllu í bland; hlátri, reiði og furðu. Í hvert sinn sem þær birtast fjölgar þeim sem gagnrýna bankann. Nú síðast krafðist þungavigtarmaður í Háskólanum þess að bankaráð og stjórar segðu af sér, öll sem einn. Seðlabankinn er í sömu vandræðum og efnahagslífið, sem hlýtur að teljast slæmt. Vald hans er brotið. En stjórum hans er vorkunn. Stundum virðist manni hagfræðin líkari list en vísindum, þar sem tilfinning og innblástur vega þyngra en talnarýni og rannsóknir. Tökum dæmi: 29. mars 2007 birti Seðlabankinn verðbólguspá sína. Samkvæmt henni átti verðbólgumarkmið bankans að nást um mitt ár 2008. Verðbólga átti því að vera á bilinu 3% í dag og vera komin í 2,5% um mitt sumar. Hún mælist nú tæp 9% og er á uppleið. 1. nóvember 2007 var komið annað hljóð í strokkinn. Þá var búið að færa markið fram á næsta ár. Hið fræga 2,5% markmið átti ekki að nást fyrr en um mitt ár 2009. „Stýrivextir munu haldast óbreyttir fram yfir mitt næsta ár en eftir það lækka fremur hratt og verða komnir niður undir 4% árið 2009"." Þeir eru 15,5% í dag.VerðbólgufræðinHinn 10. mars 2008 eru Seðlabankafræðingar ekki lengur jafn bjartsýnir. Verðbólgumarkmið mun nú ekki nást fyrr en árið 2010. Ætli maður geti ekki leyft sér að spá því „með nokkurri vissu" að bankinn birti nýja spá í haust sem geri ráð fyrir að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2011. Og svo koll af kolli …Eru þetta vísindi? Þetta minnir helst á veðurfræðing sem fæst við að spá fyrir um veðrið ár fram í tímann. Á hverju hausti birtist hann á skjánum: „Því miður fengum við enn eitt rigningarsumarið en ég spái nú samt sól næsta sumar."Þrátt fyrir þetta er verðbólguspá Seðlabankans jafnan tekið sem miklu fagnaðarerindi í hvert sinn sem hún birtist. Efnahagselítan (allt vel rólfærir karlmenn) mætir að morgni dags (þegar aðrir landsmenn eru að vinna) og hlýðir á sinn æðstaprest fara með sömu gömlu þuluna. „Því miður spáðum við rangt síðast, eins og reyndar í síðustu tólf skiptin, en hér kemur nýja spáin." Og fjölmiðlar gleypa þessa gjólu og slá upp á forsíðum sínum: Enn ein stýrivaxtahækkunin. Og þjóðin kinkar kolli, en lætur ekki segjast. Þrátt fyrir heimsins hæstu vexti hættir hún ekki að eyða og byrjar ekki að spara. Getur verið að seðlabankastjórarnir skilji hana ekki? Gilda hér önnur lögmál en þau sem þeir vinna eftir? Getur verið að stýrivextir virki fremur verðbólguhvetjandi en letjandi? Það hvarflar óneitanlega að manni þegar ferlarnir eru bornir saman.Stýrir bankinn verðbólgunni?Í lok árs 2004 stóðu stýrivextir í 8.25% og verðbólga mældist um 4%. Í lok árs 2005 voru vextir komnir í 10,5% og verðbólga í 5%. Um mitt ár 2006 höfðu vextir hækkað í 13,5% og verðbólgan var um 7%. Þá tók við hjöðnunarskeið. Stýrivextir stóðu í stað og verðbólga fór minnkandi. Í lok árs 2007 var hins vegar skrúfað frá vöxtum á ný og ekki stóð á verðbólgunni. Í dag mælist hún 8,7% þegar vextirnir eru komnir í 15,5%. Því hærri vextir, því meiri verðbólga. Reglan virðist sú að deila megi með tveimur í stýrivexti til að fá út verðbólgu.Getur verið að á Íslandi gildi gulrótarlögmál í efnhagsmálum? Að stýrivextir séu sú gulrót sem verðbólguasninn eltir? Að verðbólgunni sé með öðrum orðum stýrt af Seðlabankanum? Í aldarfjórðung lærðu Íslendingar að hlýða sínum Davíð, fyrst borgarbúar og síðan landsmenn allir. Og í hvert sinn sem hann birtist nú á skjánum og sveiflar stýrivaxtasvipunni hlaupum við til og leggjum enn harðar að okkur, en líkt og taugatrekktur hundur misskiljum við skilaboðin og eyðum fremur en að spara.Ég er ekki hagfræðimenntaður, frekar en fleiri, en óneitanlega eru tölurnar óþægilegar. Kenningin um gulrótarlögmálið er því fremur listræn eðlis en vísindalegs. Líkt og efnahagsspár Seðlabankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun
Enn er Seðlabankinn í sviðsljósinu. Og enn á ný á röngum forsendum. Tilskipunum hans, sem áður var hlýtt í hljóði, er nú tekið með öllu í bland; hlátri, reiði og furðu. Í hvert sinn sem þær birtast fjölgar þeim sem gagnrýna bankann. Nú síðast krafðist þungavigtarmaður í Háskólanum þess að bankaráð og stjórar segðu af sér, öll sem einn. Seðlabankinn er í sömu vandræðum og efnahagslífið, sem hlýtur að teljast slæmt. Vald hans er brotið. En stjórum hans er vorkunn. Stundum virðist manni hagfræðin líkari list en vísindum, þar sem tilfinning og innblástur vega þyngra en talnarýni og rannsóknir. Tökum dæmi: 29. mars 2007 birti Seðlabankinn verðbólguspá sína. Samkvæmt henni átti verðbólgumarkmið bankans að nást um mitt ár 2008. Verðbólga átti því að vera á bilinu 3% í dag og vera komin í 2,5% um mitt sumar. Hún mælist nú tæp 9% og er á uppleið. 1. nóvember 2007 var komið annað hljóð í strokkinn. Þá var búið að færa markið fram á næsta ár. Hið fræga 2,5% markmið átti ekki að nást fyrr en um mitt ár 2009. „Stýrivextir munu haldast óbreyttir fram yfir mitt næsta ár en eftir það lækka fremur hratt og verða komnir niður undir 4% árið 2009"." Þeir eru 15,5% í dag.VerðbólgufræðinHinn 10. mars 2008 eru Seðlabankafræðingar ekki lengur jafn bjartsýnir. Verðbólgumarkmið mun nú ekki nást fyrr en árið 2010. Ætli maður geti ekki leyft sér að spá því „með nokkurri vissu" að bankinn birti nýja spá í haust sem geri ráð fyrir að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2011. Og svo koll af kolli …Eru þetta vísindi? Þetta minnir helst á veðurfræðing sem fæst við að spá fyrir um veðrið ár fram í tímann. Á hverju hausti birtist hann á skjánum: „Því miður fengum við enn eitt rigningarsumarið en ég spái nú samt sól næsta sumar."Þrátt fyrir þetta er verðbólguspá Seðlabankans jafnan tekið sem miklu fagnaðarerindi í hvert sinn sem hún birtist. Efnahagselítan (allt vel rólfærir karlmenn) mætir að morgni dags (þegar aðrir landsmenn eru að vinna) og hlýðir á sinn æðstaprest fara með sömu gömlu þuluna. „Því miður spáðum við rangt síðast, eins og reyndar í síðustu tólf skiptin, en hér kemur nýja spáin." Og fjölmiðlar gleypa þessa gjólu og slá upp á forsíðum sínum: Enn ein stýrivaxtahækkunin. Og þjóðin kinkar kolli, en lætur ekki segjast. Þrátt fyrir heimsins hæstu vexti hættir hún ekki að eyða og byrjar ekki að spara. Getur verið að seðlabankastjórarnir skilji hana ekki? Gilda hér önnur lögmál en þau sem þeir vinna eftir? Getur verið að stýrivextir virki fremur verðbólguhvetjandi en letjandi? Það hvarflar óneitanlega að manni þegar ferlarnir eru bornir saman.Stýrir bankinn verðbólgunni?Í lok árs 2004 stóðu stýrivextir í 8.25% og verðbólga mældist um 4%. Í lok árs 2005 voru vextir komnir í 10,5% og verðbólga í 5%. Um mitt ár 2006 höfðu vextir hækkað í 13,5% og verðbólgan var um 7%. Þá tók við hjöðnunarskeið. Stýrivextir stóðu í stað og verðbólga fór minnkandi. Í lok árs 2007 var hins vegar skrúfað frá vöxtum á ný og ekki stóð á verðbólgunni. Í dag mælist hún 8,7% þegar vextirnir eru komnir í 15,5%. Því hærri vextir, því meiri verðbólga. Reglan virðist sú að deila megi með tveimur í stýrivexti til að fá út verðbólgu.Getur verið að á Íslandi gildi gulrótarlögmál í efnhagsmálum? Að stýrivextir séu sú gulrót sem verðbólguasninn eltir? Að verðbólgunni sé með öðrum orðum stýrt af Seðlabankanum? Í aldarfjórðung lærðu Íslendingar að hlýða sínum Davíð, fyrst borgarbúar og síðan landsmenn allir. Og í hvert sinn sem hann birtist nú á skjánum og sveiflar stýrivaxtasvipunni hlaupum við til og leggjum enn harðar að okkur, en líkt og taugatrekktur hundur misskiljum við skilaboðin og eyðum fremur en að spara.Ég er ekki hagfræðimenntaður, frekar en fleiri, en óneitanlega eru tölurnar óþægilegar. Kenningin um gulrótarlögmálið er því fremur listræn eðlis en vísindalegs. Líkt og efnahagsspár Seðlabankans.