Viðskipti innlent

Gengi DeCode hækkar um 25 prósent

Kári Stefánsson, forstjóri DeCode.
Kári Stefánsson, forstjóri DeCode. Mynd/GVA

Gengi bréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, rauk upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum fyrir opnun hlutabréfamarkaðar í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur í sléttum tveimur dölum á hlut og hefur hækkað um 78,5 prósent síðan 17. apríl síðastliðinn en þá fór það í lægsta gengi frá upphafi, 1,12 dali á hlut.

DeCode var skráð á Nasdaq-markaðinn í Bandaríkjunum haustið 2000 og var lokagengi bréfa í félaginu á fyrsta viðskiptadegi 27,88 dalir á hlut. Hæst fór það í 28 dali á hlut en dalaði síðan uns það náði botninum sem fyrr sagði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×