Að móðgast fyrir hönd annarra Dr. Gunni skrifar 12. júní 2008 06:00 Það var vandræðagangur á blaðinu þegar frétt um hommana á Hæðinni átti að birtast daginn eftir. Fyrirsögnin var Hommarnir á Hæðinni reknir úr vinnu, en hinir gagnkynhneigðu blaðamenn voru tvístígandi yfir þessu. Var fyrirsögnin móðgandi? Úr varð að hringt var í Begga og Pacas og auðvitað var þetta ekkert - Við erum hommar, hvað er málið? Í kjölfar Suðurlandsskjálftans var hringt í formann Parkinsons-sjúklinga fyrir grínspurninguna á bls. 2 og hann spurður hvort hann hefði fundið skjálftann. Formaðurinn fann hann, enda ekki með sjúkdóminn, en auðvitað varð allt vitlaust. Í hrönnum móðgaðist fólk fyrir titrandi hönd Parkinsons-sjúklinga en formaðurinn var síður en svo neitt fúll. Honum fannst bara gott að verið væri að gera grín. Þá fannst honum eins og Parkinsons-sjúklingar væru hluti af samfélaginu. Að móðgast auðveldlega er veikleikamerki. Móðgað fólk er hlægilegt. Sérstaklega verður þetta pínlegt þegar fólk móðgast fyrir hönd stórra hópa, eins og til dæmis helmings mannkynsins. Ég skil ekki hvernig er hægt að vera móðgaður fyrir hönd allra kvenna í heiminum út af því kannski að léttklætt módel hallar sér framan á bíl til að auglýsa hann. Hvað kemur það Guddu í Grafarvogi og Jenu í Jakarta við? Eru svona auglýsingar ekki bara hallærisheit sem „dæma sig sjálf“ og ber að gantast með frekar en að móðgast yfir? Fyrst komast hinar móðguðu sveitir vitleysinga á flug þegar taka skal upp hanskann fyrir ímynduðu ofurveruna á himnum. Þá fara hinir móðguðu í ham og hreinlega sturlast. Þeir telja sig í fullum rétti til að vera brjálaðir enda er verið að vanvirða það sem þeim er „heilagast“, ranghugmyndinni í huga þeirra. Þeir brjáluðustu víla ekki fyrir sér að kveikja í eða drepa af því að þeir eru svo ægilega móðgaðir, og svo telja þeir sig studda af ofurverunni sem klappar ánægð uppi á skýi. Eins og hún sjálf gæti ekki gengið í málið væri hún til, verandi þetta almáttug og allt. Að vera móðgaður fyrir hönd annarra er misskilin góðmennska. Móðgunargirni er stór galli á húmorslausum og rétttrúnaðarsveittum nútímanum. Sjálfur verð ég helst móðgaður þegar ég stend eins og bjáni við gangbraut og enginn stoppar fyrir mér. En það er nú bara af því mér leiðast fífl sem kunna ekki umferðarreglurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Það var vandræðagangur á blaðinu þegar frétt um hommana á Hæðinni átti að birtast daginn eftir. Fyrirsögnin var Hommarnir á Hæðinni reknir úr vinnu, en hinir gagnkynhneigðu blaðamenn voru tvístígandi yfir þessu. Var fyrirsögnin móðgandi? Úr varð að hringt var í Begga og Pacas og auðvitað var þetta ekkert - Við erum hommar, hvað er málið? Í kjölfar Suðurlandsskjálftans var hringt í formann Parkinsons-sjúklinga fyrir grínspurninguna á bls. 2 og hann spurður hvort hann hefði fundið skjálftann. Formaðurinn fann hann, enda ekki með sjúkdóminn, en auðvitað varð allt vitlaust. Í hrönnum móðgaðist fólk fyrir titrandi hönd Parkinsons-sjúklinga en formaðurinn var síður en svo neitt fúll. Honum fannst bara gott að verið væri að gera grín. Þá fannst honum eins og Parkinsons-sjúklingar væru hluti af samfélaginu. Að móðgast auðveldlega er veikleikamerki. Móðgað fólk er hlægilegt. Sérstaklega verður þetta pínlegt þegar fólk móðgast fyrir hönd stórra hópa, eins og til dæmis helmings mannkynsins. Ég skil ekki hvernig er hægt að vera móðgaður fyrir hönd allra kvenna í heiminum út af því kannski að léttklætt módel hallar sér framan á bíl til að auglýsa hann. Hvað kemur það Guddu í Grafarvogi og Jenu í Jakarta við? Eru svona auglýsingar ekki bara hallærisheit sem „dæma sig sjálf“ og ber að gantast með frekar en að móðgast yfir? Fyrst komast hinar móðguðu sveitir vitleysinga á flug þegar taka skal upp hanskann fyrir ímynduðu ofurveruna á himnum. Þá fara hinir móðguðu í ham og hreinlega sturlast. Þeir telja sig í fullum rétti til að vera brjálaðir enda er verið að vanvirða það sem þeim er „heilagast“, ranghugmyndinni í huga þeirra. Þeir brjáluðustu víla ekki fyrir sér að kveikja í eða drepa af því að þeir eru svo ægilega móðgaðir, og svo telja þeir sig studda af ofurverunni sem klappar ánægð uppi á skýi. Eins og hún sjálf gæti ekki gengið í málið væri hún til, verandi þetta almáttug og allt. Að vera móðgaður fyrir hönd annarra er misskilin góðmennska. Móðgunargirni er stór galli á húmorslausum og rétttrúnaðarsveittum nútímanum. Sjálfur verð ég helst móðgaður þegar ég stend eins og bjáni við gangbraut og enginn stoppar fyrir mér. En það er nú bara af því mér leiðast fífl sem kunna ekki umferðarreglurnar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun