Viðskipti innlent

Bréf Flögu vakna af blundi

Unnið við svefnrannsóknartæki innanbúðar hjá Flögu.
Unnið við svefnrannsóknartæki innanbúðar hjá Flögu. Mynd/E.Ól.

Gengi hlutabréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu rauk upp um 41 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Alla jafna eru afar litlar hreyfingar á gengi bréfa í félaginu og þarf lítið til að hreyfa við þeim hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar.

Viðskipti voru 24 talsins með bréf Flögu fyrir 8,2 milljónir króna.

Af þeim félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna hækkaði Exista mest, eða um 2,69 prósent. Gengi allra banka og fjármálafyrirtækja hækkaði sömuleiðis auk Bakkavarar.

Gengi bréfa í Teymi féll hins vegar um rúm fjögur prósent á sama tíma. Sömu sögu er að segja um gengi bréfa í færeyskum félögunum Atlantic Petroleum og Færeyjabanka en auk þess lækkaði gengi bréfa í Icelandair og Össur um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,45 prósent og stóð vísitalan í sléttum 5.300 stigum við enda viðskiptadagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×