Erlent

Gæsagangur í Pyongyang

Óli Tynes skrifar
Gæsirnar ganga.
Gæsirnar ganga.

Sársoltinn almúginn í Norður-Kóreu fékk að sjá mikla skrautsýningu í gær þegar herafli landsins minntist sextíu ára afmælis ríkisins.

Leyniþjónusta Suður-Kóreu sagði að norðanmenn hafi verið að safna hermönnum og vígtólum til höfuðborgarinnar svo vikum skipti til þess að gera sjónarspilið sem tilkomumest.

Hinn ástsæli leiðtogi Kim Jong Il var þó fjarri góðu gamni. Ekki hefur sést til hans í margar vikur. Það hefur enn ýtt undir vangaveltur um heilsufar hans.

Raunar er því haldið fram að hann sé löngu dauður, og að tvífarar séu notaðir þegar á þarf að halda. Þessu neita stjórnarherrarnir í Pyongyang.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×